fbpx

Rækju taco með gvakamóle og myntu-límónudressingu

Mjúkar taco með djúpsteiktum rækjum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 16 stk soðnar risarækjur
 4 mjúkar maístortillur frá Mission t.d. með grillrönd
 Tempura deig
 5 msk grísk jógúrt
 2 límónur - safi og börkur
 4 stilkar mynta - fínt söxuð
 2 avókadó - vel þroskuð
 1/2 tsk kummin
 1 lítill rauðlaukur - smátt skorinn
 1 chili - smátt skorið
 2 msk chiliolía
 Salt
 Spínat
 Olía til djúpsteikingar

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu til djúpsteikingar.

2

Þerrið rækjurnar og veltið þeim upp úr tempura deiginu. Passið að deigið hylji rækjurnar.

3

Djúpsteikið þar til fallega gullinbrúnn litur fæst á rækjurnar.

4

Blandið saman grískri jógúrt, límónusafa og berki af einni límónu og myntu. Smakkið til með salti.

5

Maukið avókadó með gaffli og blandið kummin og rauðlauki saman við ásamt límónusafa og chiliolíu og berki af einni límónu. Smakkið til með salti.

6

Hitið tortillurnar upp á pönnu við vægan hita og berið fram með salsasósu. Skreytið með myntu og spínati.

DeilaTístaVista

Hráefni

 16 stk soðnar risarækjur
 4 mjúkar maístortillur frá Mission t.d. með grillrönd
 Tempura deig
 5 msk grísk jógúrt
 2 límónur - safi og börkur
 4 stilkar mynta - fínt söxuð
 2 avókadó - vel þroskuð
 1/2 tsk kummin
 1 lítill rauðlaukur - smátt skorinn
 1 chili - smátt skorið
 2 msk chiliolía
 Salt
 Spínat
 Olía til djúpsteikingar

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu til djúpsteikingar.

2

Þerrið rækjurnar og veltið þeim upp úr tempura deiginu. Passið að deigið hylji rækjurnar.

3

Djúpsteikið þar til fallega gullinbrúnn litur fæst á rækjurnar.

4

Blandið saman grískri jógúrt, límónusafa og berki af einni límónu og myntu. Smakkið til með salti.

5

Maukið avókadó með gaffli og blandið kummin og rauðlauki saman við ásamt límónusafa og chiliolíu og berki af einni límónu. Smakkið til með salti.

6

Hitið tortillurnar upp á pönnu við vægan hita og berið fram með salsasósu. Skreytið með myntu og spínati.

Rækju taco með gvakamóle og myntu-límónudressingu

Aðrar spennandi uppskriftir