fbpx

Quesadillas með tígrisrækjum

Hér kemur bragðgóð og einföld uppskrift að quesadillas. Ég elska quesadillas og er það oft á boðstólum heima hjá mér. Hér fylli ég þær með tígrisrækjum, Philadelphia rjómaosti, kokteiltómötum og blaðlauk. Toppa þær svo með majónesi, Tabasco Sriracha sósu og avókadó. Mjög bragðgóður og einfaldur réttur sem klikkar ekki.

Magn2 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 stk Mission hveiti tortillur
 300 g stórar tígrisrækjur
 2 msk Caj P grillolía með hvítlauki
 Salt og pipar
 Chili duft
 Filippo Berio ólífuolía
 200 g Philadelphia rjómaostur
 15 stk litlir tómatar, smátt skornir
 2 msk blaðlaukur, smátt skorinn
 2 stk avókadó
 0,50 stk límóna
Meðlæti
 Heinz majónes í túpu
 Tabasco Sriracha í túpu

Leiðbeiningar

1

Veltið rækjunum upp úr grillolíunni og kryddið með salti, pipar og chili dufti.

2

Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn, það tekur 2-3 mínútur.

3

Smyrjið tortillurnar með rjómaosti og dreifið blaðlauki, tómötum og tígrisrækjum yfir helminginn.

4

Lokið tortillunum og penslið með ólífuolíu. Bakið í ofni í 5-7 mínútur við 190°C.

5

Stappið avókadó og blandið saman við safa úr límónu, salti og pipar.

6

Skerið quesadillas í sneiðar og berið fram með majónesi, sriracha sósu og fersku kóríander eftir smekk.


DeilaTístaVista

Hráefni

 4 stk Mission hveiti tortillur
 300 g stórar tígrisrækjur
 2 msk Caj P grillolía með hvítlauki
 Salt og pipar
 Chili duft
 Filippo Berio ólífuolía
 200 g Philadelphia rjómaostur
 15 stk litlir tómatar, smátt skornir
 2 msk blaðlaukur, smátt skorinn
 2 stk avókadó
 0,50 stk límóna
Meðlæti
 Heinz majónes í túpu
 Tabasco Sriracha í túpu

Leiðbeiningar

1

Veltið rækjunum upp úr grillolíunni og kryddið með salti, pipar og chili dufti.

2

Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn, það tekur 2-3 mínútur.

3

Smyrjið tortillurnar með rjómaosti og dreifið blaðlauki, tómötum og tígrisrækjum yfir helminginn.

4

Lokið tortillunum og penslið með ólífuolíu. Bakið í ofni í 5-7 mínútur við 190°C.

5

Stappið avókadó og blandið saman við safa úr límónu, salti og pipar.

6

Skerið quesadillas í sneiðar og berið fram með majónesi, sriracha sósu og fersku kóríander eftir smekk.

Quesadillas með tígrisrækjum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Krispí túnfiskskálFljótlegur og bragðgóður réttur sem er tilvalinn í hádeginu eða sem léttur kvöldverður. Stökk hrísgrjón, túnfiskur, japanskt majónes, Sriracha, gúrka…