fbpx

Quesadillas með avocado

Einfalt, stökkt og bragðgott.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 tortillur frá Mission
 2 - 3 avocado
 Philadelphia rjómaostur
 2 tómatar
 4 msk púrrulaukur
 cheddarostur
 2 msk ferskt kóríander
 salt og pipar
 cayenne pipar
 1 - 2 msk smjör (má nota olíu)

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 200°C. Skerið avocado í sneiðar og kreistið lime yfir þær. Ef avocadoin eru lítil þá nota ég fleiri en tvö. Brytjið tómata og púrrulauk smátt.

2

Smyrjið tvær tortillur með rjómaosti, kryddið og raðið avocado, tómötum, púrrulauk og kóríander ofan á. Rífið cheddarost, stráið yfir og lokið með hinum tveimur.

3

Bræðið smjör (eða notið olíu) og penslið toppinn á tortillunum og stráið cheddarosti yfir.

4

Bakið í u.þ.b. 10 mínútur, skerið í sneiðar og skreytið með kóríander.


Uppskrift eftir Hildi Rut Ingimarsdóttur, uppskrift úr bókinni Avocado.

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 tortillur frá Mission
 2 - 3 avocado
 Philadelphia rjómaostur
 2 tómatar
 4 msk púrrulaukur
 cheddarostur
 2 msk ferskt kóríander
 salt og pipar
 cayenne pipar
 1 - 2 msk smjör (má nota olíu)

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 200°C. Skerið avocado í sneiðar og kreistið lime yfir þær. Ef avocadoin eru lítil þá nota ég fleiri en tvö. Brytjið tómata og púrrulauk smátt.

2

Smyrjið tvær tortillur með rjómaosti, kryddið og raðið avocado, tómötum, púrrulauk og kóríander ofan á. Rífið cheddarost, stráið yfir og lokið með hinum tveimur.

3

Bræðið smjör (eða notið olíu) og penslið toppinn á tortillunum og stráið cheddarosti yfir.

4

Bakið í u.þ.b. 10 mínútur, skerið í sneiðar og skreytið með kóríander.

Quesadillas með avocado

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Fullhlaðið kjúklinga nachosHelgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt. Fullhlaðið nachos með kjúklingi, svörtum baunum, maís, ostasósu og salsasósu. Frábær réttur…