fbpx

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4-5 dl rifinn kjúklingur (ég keypti heilan kjúkling og reif hann niður)
 10 sneiðar beikon
 1 ½ dl blaðlaukur
 2 tómatar
 3 pkn hveititortillur frá Mission
 1 krukka salsasósa frá Mission
 1 krukka ostasósa frá Mission
 2 dl Havarti ostur með jalapeno (fæst t.d. í Krónunni)
 2-4 dl rifinn mozzarella ostur
 2 dl rifinn cheddar ostur
 Ferskt kóríander
Avókadó sósa
 3 avókadó
 1 dl sýrður rjómi
 Safi úr 1 lime
 ½ tsk salt
 ¼ tsk pipar
 ¼ tsk laukduft
 ¼ tsk hvítlauksduft
 Chili flögur eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að leggja beikonið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 200°C eða þar til beikonið er orðið stökkt.

2

Skerið blaðlauk, tómata og beikon smátt.

3

Setjið rifinn kjúkling í skál. Bætið út í blaðlauknum, tómötunum, beikoni, 2 dl rifnum Havarti osti með jalapeno, 1 dl rifnum cheddar osti og salsa sósunni. Blandið vel saman.

4

Skerið tortillurnar til helminga og smyrjið með rúmlega 1 tsk af ostasósu. Dreifið rifnum mozzarella osti yfir og rúmlega 1 msk af kjúklingablöndunni á alla helmingana. Rúllið tortillunum upp þannig að þær mynda kramarhús.

5

Notið hringlótt eldfast mót eða bökunarpappír. Setjið þá sósuskál sem þið ætlið að nota í miðjuna. Raðið tortilla rúllunum upp í hring.

6

Blandið saman 1 dl cheddar ost og 1 dl mozzarella ost. Dreifið helmingnum af ostinum yfir tortilluhringinn og raðið svo restinni af tortillurúllunum ofan á þannig að það myndist tvær hæðir. Dreifið svo restinni af ostinum yfir.

7

Takið sósuskálina frá og bakið í ofni við 190°C í 10-12 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.

8

Blandið öllum hráefnunum í sósuna saman með töfrasprota eða matvinnsluvél. Hellið í sósuskálina og setjið hana í miðjuna á tortilluhringnum. Dreifið kóríander yfir eftir smekk og njótið.


Uppskrift frá Hildi Rut.

DeilaTístaVista

Hráefni

 4-5 dl rifinn kjúklingur (ég keypti heilan kjúkling og reif hann niður)
 10 sneiðar beikon
 1 ½ dl blaðlaukur
 2 tómatar
 3 pkn hveititortillur frá Mission
 1 krukka salsasósa frá Mission
 1 krukka ostasósa frá Mission
 2 dl Havarti ostur með jalapeno (fæst t.d. í Krónunni)
 2-4 dl rifinn mozzarella ostur
 2 dl rifinn cheddar ostur
 Ferskt kóríander
Avókadó sósa
 3 avókadó
 1 dl sýrður rjómi
 Safi úr 1 lime
 ½ tsk salt
 ¼ tsk pipar
 ¼ tsk laukduft
 ¼ tsk hvítlauksduft
 Chili flögur eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að leggja beikonið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 200°C eða þar til beikonið er orðið stökkt.

2

Skerið blaðlauk, tómata og beikon smátt.

3

Setjið rifinn kjúkling í skál. Bætið út í blaðlauknum, tómötunum, beikoni, 2 dl rifnum Havarti osti með jalapeno, 1 dl rifnum cheddar osti og salsa sósunni. Blandið vel saman.

4

Skerið tortillurnar til helminga og smyrjið með rúmlega 1 tsk af ostasósu. Dreifið rifnum mozzarella osti yfir og rúmlega 1 msk af kjúklingablöndunni á alla helmingana. Rúllið tortillunum upp þannig að þær mynda kramarhús.

5

Notið hringlótt eldfast mót eða bökunarpappír. Setjið þá sósuskál sem þið ætlið að nota í miðjuna. Raðið tortilla rúllunum upp í hring.

6

Blandið saman 1 dl cheddar ost og 1 dl mozzarella ost. Dreifið helmingnum af ostinum yfir tortilluhringinn og raðið svo restinni af tortillurúllunum ofan á þannig að það myndist tvær hæðir. Dreifið svo restinni af ostinum yfir.

7

Takið sósuskálina frá og bakið í ofni við 190°C í 10-12 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.

8

Blandið öllum hráefnunum í sósuna saman með töfrasprota eða matvinnsluvél. Hellið í sósuskálina og setjið hana í miðjuna á tortilluhringnum. Dreifið kóríander yfir eftir smekk og njótið.

Quesadilla hringur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…