Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að leggja beikonið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 200°C eða þar til beikonið er orðið stökkt.
Skerið blaðlauk, tómata og beikon smátt.
Setjið rifinn kjúkling í skál. Bætið út í blaðlauknum, tómötunum, beikoni, 2 dl rifnum Havarti osti með jalapeno, 1 dl rifnum cheddar osti og salsa sósunni. Blandið vel saman.
Skerið tortillurnar til helminga og smyrjið með rúmlega 1 tsk af ostasósu. Dreifið rifnum mozzarella osti yfir og rúmlega 1 msk af kjúklingablöndunni á alla helmingana. Rúllið tortillunum upp þannig að þær mynda kramarhús.
Notið hringlótt eldfast mót eða bökunarpappír. Setjið þá sósuskál sem þið ætlið að nota í miðjuna. Raðið tortilla rúllunum upp í hring.
Blandið saman 1 dl cheddar ost og 1 dl mozzarella ost. Dreifið helmingnum af ostinum yfir tortilluhringinn og raðið svo restinni af tortillurúllunum ofan á þannig að það myndist tvær hæðir. Dreifið svo restinni af ostinum yfir.
Takið sósuskálina frá og bakið í ofni við 190°C í 10-12 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
Blandið öllum hráefnunum í sósuna saman með töfrasprota eða matvinnsluvél. Hellið í sósuskálina og setjið hana í miðjuna á tortilluhringnum. Dreifið kóríander yfir eftir smekk og njótið.
Uppskrift frá Hildi Rut.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að leggja beikonið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 200°C eða þar til beikonið er orðið stökkt.
Skerið blaðlauk, tómata og beikon smátt.
Setjið rifinn kjúkling í skál. Bætið út í blaðlauknum, tómötunum, beikoni, 2 dl rifnum Havarti osti með jalapeno, 1 dl rifnum cheddar osti og salsa sósunni. Blandið vel saman.
Skerið tortillurnar til helminga og smyrjið með rúmlega 1 tsk af ostasósu. Dreifið rifnum mozzarella osti yfir og rúmlega 1 msk af kjúklingablöndunni á alla helmingana. Rúllið tortillunum upp þannig að þær mynda kramarhús.
Notið hringlótt eldfast mót eða bökunarpappír. Setjið þá sósuskál sem þið ætlið að nota í miðjuna. Raðið tortilla rúllunum upp í hring.
Blandið saman 1 dl cheddar ost og 1 dl mozzarella ost. Dreifið helmingnum af ostinum yfir tortilluhringinn og raðið svo restinni af tortillurúllunum ofan á þannig að það myndist tvær hæðir. Dreifið svo restinni af ostinum yfir.
Takið sósuskálina frá og bakið í ofni við 190°C í 10-12 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
Blandið öllum hráefnunum í sósuna saman með töfrasprota eða matvinnsluvél. Hellið í sósuskálina og setjið hana í miðjuna á tortilluhringnum. Dreifið kóríander yfir eftir smekk og njótið.