2013-05-20-19-13-32
2013-05-20-19-13-32

Púðursykurslaxinn sem allir elska!

  

nóvember 16, 2015

Ómótstæðileg laxauppskrift með himneskri púðursykursmarineringu.

Hráefni

700 g lax, beinhreinsaður

1 msk púðusykur

2 tsk smjör

1 tsk hunang

1 msk ólífuolía

1 msk dijon sinnep

1 msk soyasósa

1/2 tsk salt

1/4 tsk pipar

Leiðbeiningar

1Hærið saman í potti yfir meðalhita púðusykri, smjöri og hunangi þar til það er bráðið. Takið af hitanum og hrærið út í olíu, sinnepi, soyasósu, salti og pipar. Leyfið að kólna í 5 mínútur.

2Látið marineringuna yfir laxaflakið og setjið í 175°c heitan ofn í um 20 mínútur. Fylgist vel með laxinum og varist að ofelda hann.

Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir