Print Options:








Próteinrík Búddah skál

Magn1 skammtur

Fersk og fljótleg vegan skál með kínóa og rauðum nýrnabaunum, toppuð með tahini sósu.

Búddah skál
 Olía til steikingar
 2 bollar quinoa frá Rapunzel
 4 bollar vatn
 1 grænmetisteningur
 2 msk safi úr sítrónu
 1 stk 450gr tófúkubbur
 3 msk soja sósa
 350 gr grænkál
 2 Avocado
 1 dós nýrnabaunir frá Rapunzel
 1/2 dl möndlur
Tahini sósa
 1 dl ljóst tahini frá Rapunzel
 2 msk safi úr sítrónu
 1/2 msk hlynsíróp frá Rapunzel
 1 dl vatn
 1-2 hvítlauksrif (valfrjálst)
 salt
Pikklaður laukur
 2 laukar
 2 dl vatn
 1/2 hrísgrjónaedik
 2-3 msk sykur
1

Byrjið á að pikkla rauðlauk með því að setja edik, vatn og sykur í pott og látið sjóða þar til sykurinn bráðnar. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og komið honum fyrir í krukku. Hellið edikblöndunni yfir laukinn og leyfið honum að pikklast í amk 15 mínútur.

2

Sjóðið 2 bolla af quinoa í 4 bollum af vatni ásamt grænmetiskrafti í umþb 13 mínútur með loki á miðlungs hita. Kreistið svo ca 2msk af sítrónusafa yfir quinoað þegar það er tilbúið.

3

Útbúið tófúið með því að þerra það léttilega með eldhúspappír og skerið svo í litla (2cm x 2cm) bita. Steikið í ca 1 msk af olíu á frekar háum hita og veltið tófúinu við reglulega þar til gulleit skorpa myndast. Lækkið hitann og setjið 3 msk af sojasósu, ef pannan er alveg þurr má setja smá olíu með. Leyfið tófúinu að draga allan vökvann í sig.

4

Grænkálið. Hitið 1 msk af olíu á háum hita á pönnu. Þegar olían er orðin vel heit skellið grænkálinu á pönnuna ásamt grófu salti og svissið á pönnunni í stutta stund og veltið því til. Grænkálið ætti að mýkjast og verða dökkgrænt.

5

Útbúið sósuna með því að setja allt nema vatnið í blandara og bætið svo vatni saman við í litlum skömmtum þar til áferðin er orðin svipuð og á jógúrti. Einnig er hægt að setja allt í krukku með loki og hrista saman.

6

Sigtið vökvann frá nýrnabaununum og skolið þær með vatni og saxið möndlurnar smátt.

7

Berið fram sem buddah skál með quinoa grunni, toppaða með grænkáli, nýrnabaunum, avocado, pikkluðum lauk ásamt tahinisósu og muldum möndlum.