Prince Polo sjeik sem slær alltaf í gegn.

Uppskrift
Hráefni
3 x 35 g Prince Polo (+ eitt til viðbótar í skraut)
1 líter vanilluís
200 ml nýmjólk
1 msk. Cadbury bökunarkakó
5 msk. súkkulaði íssósa
3 msk. sýróp
Þeyttur rjómi (um 150 ml)
Mini sykurpúðar, ískex og niðurskorið Prince Polo til skrauts
Leiðbeiningar
1
Byrjið á því að setja þrjú Prince Polo í matvinnsluvél og mauka alveg niður, leggið til hliðar.
2
Hellið sýrópinu á disk/skál og dýfið kantinum á glösunum í sýrópið og því næst í Prince Polo mylsnuna (til að fá Prince Polo kant), snúið uppréttum og geymið. Restin af mylsnunni fer síðan í drykkinn sjálfan. Sprautið einnig smá súkkulaðisósu í hliðarnar og þá eru glösin tilbúin fyrir sjeikinn.
3
Hrærið saman ís, mjólk, kakó og súkkulaðisósu þar til silkimjúkur súkkulaðisjeik hefur myndast. Hrærið þá restinni af Prince Polo mylsnunni saman við og skiptið niður í glösin.
4
Setjið þeyttan rjóma ofan á hvert glas og skreytið að lokum með litlum sykurpúðum, Prince Polo bitum, smá súkkulaðisósu og ískexi.
Uppskrift frá Gotterí.
MatreiðslaEftirréttir, ÍsTegundÍslenskt
Hráefni
3 x 35 g Prince Polo (+ eitt til viðbótar í skraut)
1 líter vanilluís
200 ml nýmjólk
1 msk. Cadbury bökunarkakó
5 msk. súkkulaði íssósa
3 msk. sýróp
Þeyttur rjómi (um 150 ml)
Mini sykurpúðar, ískex og niðurskorið Prince Polo til skrauts