Þessi frábæra uppskrift er í senn fáránlega einföld, sparileg og að auki vegan. Það mun ekki nokkur sála átta sig á því hvað það tók stuttan tíma að gera þennan eftirrétt. Agar agar duftið er ótrúlega skemmtileg hráefni sem gaman er að leika sér með í stað matarlíms. Það þarf mjög lítið af því en ólíkt matarlími þarf það að sjóða með vökvanum í smá stund. Nirwana súkkulaðið frá Rapunzel er fullkomið í þennan rétt þar sem það er ljósara en margt vegan súkkulaði og fyllingin er algjörlega himnesk.
Setjið öll hráefni í pott og bræðið saman við vægan hita, leyfið suðunni að koma upp og látið malla við suðupunkt í 5 mín.
Sigtið blönduna svo það séu örugglega engir kekkir.
Hellið í falleg glös og kælið.
Skreytið með þeyttum hafrarjóma og ferskum hindberjum.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki