Poke skálar eru upprunalega frá Hawaii en þær eiga það til að blandast saman við japanska matargerð líkt og sushi. Poke er í raun hrár fiskur skorinn í bita og maríneraður en það þekkist einnig að hafa annað prótín í skálunum. Það er hægt að setja saman sína skál eftir eigin hentisemi og þetta er mín útgáfa sem ég deili með ykkur. Sítrónusafinn í maríneringunni veldur því að laxinn eldast í rauninni án þess að nota hita líkt og við ceviche gerð. Það er smá dútl í kringum þetta en sannarlega þess virði.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Útbúið sushi hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum.
Útbúið maríneringuna á laxinn. Skerið laxinn í teninga og hellið maríneringunni yfir. Setjið í kæli.
Skerið grænmetið, snöggsjóðið edamame baunir og útbúið chili mæjó.
Setjið sushi hrísgrjón eftir smekk í skálar, toppið með laxi, grænmeti, baunum og toppið með chili mæjó.
Setjið ósoðin hrísgrjón í sigti og skolið undir köldu vatni þar til vatnið verður tært. Setjið hrísgrjónin í pott ásamt köldu vatni og leggið í bleyti í 30 mín.
Látið vatnið renna af hrísgrjónunum og setjið 2 bolla af vatni í pottinn og setjið á hellu og kveikið undir. Þegar grjónin fara að sjóða lækkið undir þeim niður í lægsta hita og sjóðið í 15 mín. Varist að opna pottinn á meðan. Slökkvið undir og látið hrísgrjónin bíða í 15 mín án þess að taka lokið af.
Setjið hrísgrjónaedik, sykur og salt í litla skál og hitið í örbylgjuofni þar til sykurinn er uppleystur. Hellið yfir tilbúin hrísgrjónin og veltið þeim fram og til baka þar til edikið hefur dreifst um þau.
Blandið öllu saman í skál. Setjið laxabitana í skál og hellið maríneringunni yfir. Látið marínerast í kæli í 40 mín. Ekki þó lengur en 60 mín.
Majónes og Sriracha sósa hrært saman og sett yfir skálina í lokin.
Uppskrift eftir Völlu á GRGS.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Útbúið sushi hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum.
Útbúið maríneringuna á laxinn. Skerið laxinn í teninga og hellið maríneringunni yfir. Setjið í kæli.
Skerið grænmetið, snöggsjóðið edamame baunir og útbúið chili mæjó.
Setjið sushi hrísgrjón eftir smekk í skálar, toppið með laxi, grænmeti, baunum og toppið með chili mæjó.
Setjið ósoðin hrísgrjón í sigti og skolið undir köldu vatni þar til vatnið verður tært. Setjið hrísgrjónin í pott ásamt köldu vatni og leggið í bleyti í 30 mín.
Látið vatnið renna af hrísgrjónunum og setjið 2 bolla af vatni í pottinn og setjið á hellu og kveikið undir. Þegar grjónin fara að sjóða lækkið undir þeim niður í lægsta hita og sjóðið í 15 mín. Varist að opna pottinn á meðan. Slökkvið undir og látið hrísgrjónin bíða í 15 mín án þess að taka lokið af.
Setjið hrísgrjónaedik, sykur og salt í litla skál og hitið í örbylgjuofni þar til sykurinn er uppleystur. Hellið yfir tilbúin hrísgrjónin og veltið þeim fram og til baka þar til edikið hefur dreifst um þau.
Blandið öllu saman í skál. Setjið laxabitana í skál og hellið maríneringunni yfir. Látið marínerast í kæli í 40 mín. Ekki þó lengur en 60 mín.
Majónes og Sriracha sósa hrært saman og sett yfir skálina í lokin.