fbpx

Poffertjes hollenskar pönnukökur með maple smjöri

Ég er búin að ætla mér í þónokkurn tíma að gera nokkrar uppskriftir af góðgæti sem ég kynntist í hinni einu sönnu Ameríku. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Dutch pancakes eða Poffertjes var fyrr en ég fór á stað í New York sem heitir Le pain quotidien. Þar var á boðstólnum þessar dýrindis litlu kringlóttu pönnukökur sem voru bornar fram með banana og maple smjöri, og úff hvað þetta var gott. Poffertjes er mjög þekkt í Hollandi og kannast kannski margir sem hafa þangað komið við að hafa keypt sér poffertjes af götusölum. Hægt er að fá poffertjes með súkkulaðiáleggi, rjóma, síróp eða bara hverju því sem hugurinn girnist. Oftast er þó alltaf búið að sáldra flórsykri yfir. Svo ég lýsi nú aðeins hvað poffertjes er þá er það ekki svo langt frá hinum dönsku eplaskífum, nema í stað lyftidufts er notað ger og það eru engin epli í þeim. Til að geta bakað þær þarf maður helst að eiga sérstaka pönnu til verksins sem svipar mjög til eplaskífupönnu en það er akkurat eplaskífupanna sem ég notaði, sjá mynd neðst. Maple smjör er svo annað sem ég hafði aldrei bragðað áður en vá hvað það er gott. Hér er mikilvægt að nota gott gæða Maple síróp en ég notaði frá Rapunzel. Rapunzel Maple sírópið er hið fullkomna síróp til að nota í maple smjör. Það er Dökkt, kröftugt og gefur eins og karamellubragð. trénu verður það dekkra, bragðmeira sætara. Rapunzel er mjög vandað merki en Rapunzel framleiðir lífrænar vörur af ást og umhyggju og eru frumkvöðlar í lífrænni ræktun. Rapunzel leggur sérstaka áherslu ekki aðeins á gæði matarins heldur einnig á lífsgæði bændanna sem rækta hann.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Poffertjes deig
 350 ml mjólk
 1 tsk þurrger
 150 g hveiti
 100 g bókhveiti, það má líka sleppa bókhveiti og nota venjulegt hveiti í staðinn,
 2 msk sykur
 ½ tsk fínt borðsalt
 1 stk egg
 1 tsk vanilludropar
 smjör til steikingar
 flórsykur til að sáldra yfir tilbúnar pönnukökurnar
Maple smjör
 115 g kalt smjör
 ½ bolli Rapunzel maple síróp
 ½ tsk gróft salt

Leiðbeiningar

Poffertjes deig
1

Setjið öll þurrefnin saman í skál og hrærið (líka þurrgerið)

2

Velgjið mjólkina í örbylgju og hafið hana ögn heitari en ylvolga

3

Setjið svo eggið út í ásamt mjólkinni og vanilludropunum og hrærið vel saman án þess að ofhræra, bara svo það blandist rétt saman

4

Leggjið plastfilmu yfir skálina og hefið á volgum stað í 1 klst

5

Þegar deigið er búið að hefast hitið þá eplaskífu eða profertjes pönnu og penslið hvert hólf með bræddu smjöri

6

Mér finnst best að hella deiginu í könnu með stút og hella í hvert gat á pönnunni til hálfs

7

Bakið þar til koma göt ofan á pönnukökuna og snúið henni þá við með tveimur grillpinnum eða oddhvössum hlut t.d stórri nál eða eitthvað sem líkist grillpinna og bakið svo hina hliðina þar til verður gullinbrún eða í eins og í 1-2 mínútur

Maple smjör
8

Hitið Rapunzel maple sírópið í potti við vægan hita, bara hita ekki sjóða

9

Setjið svo kalt smjör og salt út í og látið smjörið bráðna vel saman við og hrærið vel í þegar það er alveg bráðnað

10

Berið svo fram heitt með pönnukökunum en þetta er einnig mjög gott með hefðbundnum amerískum pönnukökum sem dæmi

Borið fram
11

Berið pönnukökurnar fram heitar og sáldrið smá flórsykri yfir þær

12

Mér finnst rosa gott að hafa niðursneiddan banana með og hella svo heitu maple smjörinu yfir


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Poffertjes deig
 350 ml mjólk
 1 tsk þurrger
 150 g hveiti
 100 g bókhveiti, það má líka sleppa bókhveiti og nota venjulegt hveiti í staðinn,
 2 msk sykur
 ½ tsk fínt borðsalt
 1 stk egg
 1 tsk vanilludropar
 smjör til steikingar
 flórsykur til að sáldra yfir tilbúnar pönnukökurnar
Maple smjör
 115 g kalt smjör
 ½ bolli Rapunzel maple síróp
 ½ tsk gróft salt

Leiðbeiningar

Poffertjes deig
1

Setjið öll þurrefnin saman í skál og hrærið (líka þurrgerið)

2

Velgjið mjólkina í örbylgju og hafið hana ögn heitari en ylvolga

3

Setjið svo eggið út í ásamt mjólkinni og vanilludropunum og hrærið vel saman án þess að ofhræra, bara svo það blandist rétt saman

4

Leggjið plastfilmu yfir skálina og hefið á volgum stað í 1 klst

5

Þegar deigið er búið að hefast hitið þá eplaskífu eða profertjes pönnu og penslið hvert hólf með bræddu smjöri

6

Mér finnst best að hella deiginu í könnu með stút og hella í hvert gat á pönnunni til hálfs

7

Bakið þar til koma göt ofan á pönnukökuna og snúið henni þá við með tveimur grillpinnum eða oddhvössum hlut t.d stórri nál eða eitthvað sem líkist grillpinna og bakið svo hina hliðina þar til verður gullinbrún eða í eins og í 1-2 mínútur

Maple smjör
8

Hitið Rapunzel maple sírópið í potti við vægan hita, bara hita ekki sjóða

9

Setjið svo kalt smjör og salt út í og látið smjörið bráðna vel saman við og hrærið vel í þegar það er alveg bráðnað

10

Berið svo fram heitt með pönnukökunum en þetta er einnig mjög gott með hefðbundnum amerískum pönnukökum sem dæmi

Borið fram
11

Berið pönnukökurnar fram heitar og sáldrið smá flórsykri yfir þær

12

Mér finnst rosa gott að hafa niðursneiddan banana með og hella svo heitu maple smjörinu yfir

Poffertjes hollenskar pönnukökur með maple smjöri

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
KjúklingabaunasalatKjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði…
MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…