fbpx

Pizzasnúðar

Hér voru pizzasnúðar útfærðir úr uppskrift af pizzadeigi. Útkoman var alveg dásamleg og nokkuð er ljóst að þessir snúðar verða bakaðir á þessu heimili reglulega í framtíðinni. Þeir voru mjúkir og ljúffengir og kláruðust ansi hratt. Uppskrift dugar í um 20-24 snúða

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Deig
 600 g hveiti
 1 msk sykur
 2 tsk salt
 1 þurrger
 400 ml volgt vatn
 2 msk Filippo Berio ólífuolía
Álegg og sósa
 Hunt's pizzasósa
 100 g skinka
 50 g pepperoni
 100 g rifinn Cheddar ostur
 100 g rifinn Mozzarella ostur
 Oregano krydd

Leiðbeiningar

Deig
1

Setjið þurrefnin í hrærivélarskál og festið krókinn á (þetta deig má einnig hnoða saman í höndunum en þá þarf að gera stóra holu í þurrefnahrúguna og blanda vatni og olíu saman við í nokkrum skömmtum).

2

Blandið þurrefnunum saman og hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur.

3

Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í um 1 klukkustund.

4

Fletjið deigið næst út í um 40 x 50 cm rétthyrning og takið til álegg og sósu.

Álegg og sósa
5

Hitið ofninn í 200°C.

6

Fletjið deigið út (c.a 30 x 40 cm).

7

Smyrjið pizzasósu yfir deigið.

8

Skerið skinku og pepperoni smátt niður og dreifið jafnt yfir deigið ásamt ostinum.

9

Stráið smá oregano kryddi yfir allt, rúllið upp og skerið niður í um 20-24 snúða.

10

Raðið á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í um 18-20 mínútur eða þar til snúðarnir fara að gyllast.


DeilaTístaVista

Hráefni

Deig
 600 g hveiti
 1 msk sykur
 2 tsk salt
 1 þurrger
 400 ml volgt vatn
 2 msk Filippo Berio ólífuolía
Álegg og sósa
 Hunt's pizzasósa
 100 g skinka
 50 g pepperoni
 100 g rifinn Cheddar ostur
 100 g rifinn Mozzarella ostur
 Oregano krydd

Leiðbeiningar

Deig
1

Setjið þurrefnin í hrærivélarskál og festið krókinn á (þetta deig má einnig hnoða saman í höndunum en þá þarf að gera stóra holu í þurrefnahrúguna og blanda vatni og olíu saman við í nokkrum skömmtum).

2

Blandið þurrefnunum saman og hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur.

3

Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í um 1 klukkustund.

4

Fletjið deigið næst út í um 40 x 50 cm rétthyrning og takið til álegg og sósu.

Álegg og sósa
5

Hitið ofninn í 200°C.

6

Fletjið deigið út (c.a 30 x 40 cm).

7

Smyrjið pizzasósu yfir deigið.

8

Skerið skinku og pepperoni smátt niður og dreifið jafnt yfir deigið ásamt ostinum.

9

Stráið smá oregano kryddi yfir allt, rúllið upp og skerið niður í um 20-24 snúða.

10

Raðið á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í um 18-20 mínútur eða þar til snúðarnir fara að gyllast.

Pizzasnúðar

Aðrar spennandi uppskriftir