fbpx

Pizza með hakkbotni

Afar girnileg útgáfa af pizzu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 8-900 g. nautahakk
 2 egg
 4 stór hvítlauksrif, söxuð smátt eða pressuð
 væn lúka af ferskri steinselju, söxuð smátt
 salt og pipar
 chili explosion
 sveppir, skornir í sneiðar
 rauð paprika, skorin í bita
 ca 400 g góð pastasósa (ég notaði Premium Hunts pasta sauce með Herbs & Garlic)
 2 kúlur ferskur mozzarella (2×125 g), skorin í sneiðar
 parmesan ostur, rifinn eða hefðbundinn rifinn ostur (líka hægt að nota eingöngu mozzarella kúlurnar)

Leiðbeiningar

1

Ofn hitaður í 220 gráður. Hakk er sett í skál ásamt eggjum, hvítlauk, steinselju og kryddað með salti, pipar og chili explosion kryddi (eða öðru góðu kryddi) og blandað vel saman með höndunum. Hakkinu er því næst skipt i tvennt og sett í sitt hvort kökuformið sem er ca. 24 cm. (ég notaði silikon kökuform). Þetta gerði ég til að rétturinn yrði sem líkastur pizzu en það er líka hægt að nota eldfast mót. Hakkinu er þrýst ofan í formið þannig að það þekji botninn, gott er að hafa kantana aðeins þykkari en miðjuna.

2

Þá er pastasósunni dreift yfir hakkið og því næst sveppum og papriku.

3

Að lokum er rifnum parmesan eða rifnum osti dreift yfir ef vill og mozzarella sneiðunum raðað yfir.

4

Gott að krydda að lokum með heitu pizzakryddi. Sett inn í ofn við 220 gráður í 20-25 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og nautahakkið er eldað í gegn.


Uppskrift frá Dröfn á Eldhússögum.

MatreiðslaMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 8-900 g. nautahakk
 2 egg
 4 stór hvítlauksrif, söxuð smátt eða pressuð
 væn lúka af ferskri steinselju, söxuð smátt
 salt og pipar
 chili explosion
 sveppir, skornir í sneiðar
 rauð paprika, skorin í bita
 ca 400 g góð pastasósa (ég notaði Premium Hunts pasta sauce með Herbs & Garlic)
 2 kúlur ferskur mozzarella (2×125 g), skorin í sneiðar
 parmesan ostur, rifinn eða hefðbundinn rifinn ostur (líka hægt að nota eingöngu mozzarella kúlurnar)

Leiðbeiningar

1

Ofn hitaður í 220 gráður. Hakk er sett í skál ásamt eggjum, hvítlauk, steinselju og kryddað með salti, pipar og chili explosion kryddi (eða öðru góðu kryddi) og blandað vel saman með höndunum. Hakkinu er því næst skipt i tvennt og sett í sitt hvort kökuformið sem er ca. 24 cm. (ég notaði silikon kökuform). Þetta gerði ég til að rétturinn yrði sem líkastur pizzu en það er líka hægt að nota eldfast mót. Hakkinu er þrýst ofan í formið þannig að það þekji botninn, gott er að hafa kantana aðeins þykkari en miðjuna.

2

Þá er pastasósunni dreift yfir hakkið og því næst sveppum og papriku.

3

Að lokum er rifnum parmesan eða rifnum osti dreift yfir ef vill og mozzarella sneiðunum raðað yfir.

4

Gott að krydda að lokum með heitu pizzakryddi. Sett inn í ofn við 220 gráður í 20-25 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og nautahakkið er eldað í gegn.

Pizza með hakkbotni

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
BBQ pizza með kjúklingiÞessi pizza er hreint út sagt guðdómleg og skemmtileg tilbreyting frá klassískri pizzu! Að elda kjúklinginn og baka pizzuna í…
MYNDBAND
Pizza fyrir tvoHér er á ferðinni ekta pizza fyrir rómantískan kvöldverð! Auðvitað má gera þessa pizzu við hvaða tilefni sem er en…
MYNDBAND
BBQ tortilla pizzaEf þig langar að útbúa eitthvað ofurfljótlegt og gómsætt, þá er það þetta hér! Sweet bbq sósan frá Heinz smellpassar…