Pizza með Burrata osti, hráskinku og basilíku

Himnesk pizza með Burrata osti, hráskinku og basilíku er klárlega næsta pizza sem þú ættir að prófa að gera á næsta pizza kvöldi!

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 1 dós tómatarT.d. Hunts tómatar í dós
 2 stk Hvítlauksrif
 1 msk ÓlífuolíaT.d. Philippo Berio
 0,50 tsk Flögusalt
 1 tsk Hunang
 5 stk Timiangreinar
 1 stk PizzadeigKeypt tilbúið
 1 stk Burrata ostur
 6 stk Parma skinkaT.d. Gran Brianza Prosciutto Di Parma
 5 stk Fersk basilíka
 Parmesanostur eftir smekkT.d. Parmareggio Reggiano
 Rauðar chiliflögur eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Maukið tómatana í nokkrum stuttum slögum með töfrasprota.

2

Hitið 1 msk af ólífuolíu við vægan hita í litlum potti og pressið hvítlauk út í. Steikið hvítlaukinn við vægan hita þar til hann byrjar að ilma. Bætið tómötum, flögusalti, hunangi og timíangreinum út í pottinn og látið malla í 15 mín eða þar til sósan fer að þykkjast aðeins. Smakkið til með salti og látið kólna. Fjarlægið timiangreinar áður en sósan er notuð.

3

Hitið ofn í hæsta hita sem ofninn ræður við með yfir og undir hita.

4

Setjið pizzastein í næst neðstu grind í ofni og látið hitna í 30 mín með ofninum. Ef pizzasteinn er ekki til er gott að hita ofnplötuna í staðin.

5

Notið hendurnar til þess að fletja botninn út í um 12-14” hring. Best er að vinna út frá miðju deigsins í átt að kantinum og reyna að hlífa um 1,5-2 cm af kantinum við sem mestu hnjaski, en þannig er gasinu sem hefur myndast í deginu ýtt út í kantinn sem verður til þess að hann lyftist mun betur.

6

Komið pizzabotninum fyrir á bökunarpappír. Dreifið sósu yfir botninn og rífið Burrata ostinn yfir. Stráið chiliflögum eftir smekk yfir pizzuna.

7

Dragið pizzuna á bökunarpappírnum á pizzasteininn/bökunarplötuna og bakið þar til pizzan er fallega gyllt og osturinn bráðnaður. Milli 6-10 mín (fer eftir hitanum á ofninum og hvort pizzasteinn sé notaður).

8

Dreifið parma skinku og basilíku yfir pizzuna þegar hún kemur úr ofninum og rífið parmesan ost yfir.

9

Njótið með góðu rauðvínsglasi.


Uppskriftin er eftir Snorra Guðmundsson

SharePostSave

Hráefni

 1 dós tómatarT.d. Hunts tómatar í dós
 2 stk Hvítlauksrif
 1 msk ÓlífuolíaT.d. Philippo Berio
 0,50 tsk Flögusalt
 1 tsk Hunang
 5 stk Timiangreinar
 1 stk PizzadeigKeypt tilbúið
 1 stk Burrata ostur
 6 stk Parma skinkaT.d. Gran Brianza Prosciutto Di Parma
 5 stk Fersk basilíka
 Parmesanostur eftir smekkT.d. Parmareggio Reggiano
 Rauðar chiliflögur eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Maukið tómatana í nokkrum stuttum slögum með töfrasprota.

2

Hitið 1 msk af ólífuolíu við vægan hita í litlum potti og pressið hvítlauk út í. Steikið hvítlaukinn við vægan hita þar til hann byrjar að ilma. Bætið tómötum, flögusalti, hunangi og timíangreinum út í pottinn og látið malla í 15 mín eða þar til sósan fer að þykkjast aðeins. Smakkið til með salti og látið kólna. Fjarlægið timiangreinar áður en sósan er notuð.

3

Hitið ofn í hæsta hita sem ofninn ræður við með yfir og undir hita.

4

Setjið pizzastein í næst neðstu grind í ofni og látið hitna í 30 mín með ofninum. Ef pizzasteinn er ekki til er gott að hita ofnplötuna í staðin.

5

Notið hendurnar til þess að fletja botninn út í um 12-14” hring. Best er að vinna út frá miðju deigsins í átt að kantinum og reyna að hlífa um 1,5-2 cm af kantinum við sem mestu hnjaski, en þannig er gasinu sem hefur myndast í deginu ýtt út í kantinn sem verður til þess að hann lyftist mun betur.

6

Komið pizzabotninum fyrir á bökunarpappír. Dreifið sósu yfir botninn og rífið Burrata ostinn yfir. Stráið chiliflögum eftir smekk yfir pizzuna.

7

Dragið pizzuna á bökunarpappírnum á pizzasteininn/bökunarplötuna og bakið þar til pizzan er fallega gyllt og osturinn bráðnaður. Milli 6-10 mín (fer eftir hitanum á ofninum og hvort pizzasteinn sé notaður).

8

Dreifið parma skinku og basilíku yfir pizzuna þegar hún kemur úr ofninum og rífið parmesan ost yfir.

9

Njótið með góðu rauðvínsglasi.

Notes

Pizza með Burrata osti, hráskinku og basilíku

Aðrar spennandi uppskriftir