Gríðarlega gómsæt og djúsí pizza með buffalo kjúklingi og gráðostasósu. Lykilatriðið er að nota Philadelphia rjómaost í staðinn fyrir pizzasósu en það gerir pizzuna einstaklegs bragðgóða og djúsí.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið saman þurrgeri, ylvolgu vatni og hunangi í skál. Leyfið að standa í 10 mínútur eða þar til blandan er byrjuð að freyða vel.
Bætið við ólífuolíu, salti og helmingnum af speltinu, Hærið saman og ég mæli með að nota hrærivél í verkið.
Bætið restinni af speltinu saman við og hnoðið vel saman. Enn og aftur mæli ég með að nota hrærivélina til að hnoða deiginu í 5-7 mínútur en annars er líka hægt að nota hendurnar.
Olíuberið rúmgóða skál, setjið deigið ofan í og leggið viskustykki yfir. Leyfið að hefast í klst eða meira.
Setjið öll hráefnin í sósuna saman í töfrasprota og blandið vel saman. Einnig hægt að stappa gráðostinn og hræra saman við hin hráefnin.
Blandið kjúklingnum og buffalo sósunni saman í skál.
Fletjið út deigið og smyrjið ríkulega með Philadelphia rjómaostinum.
Stráið mozzarella ostinum yfir og dreifið kjúklingunum og rauðlauknum yfir allt saman.
Bakið í ofni við 220°C á blæsti í 12-15 mínútur.
Stráið saxaðri steinselju yfir pizzuna og dreifið sósunni yfir.
Njótið.
Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið saman þurrgeri, ylvolgu vatni og hunangi í skál. Leyfið að standa í 10 mínútur eða þar til blandan er byrjuð að freyða vel.
Bætið við ólífuolíu, salti og helmingnum af speltinu, Hærið saman og ég mæli með að nota hrærivél í verkið.
Bætið restinni af speltinu saman við og hnoðið vel saman. Enn og aftur mæli ég með að nota hrærivélina til að hnoða deiginu í 5-7 mínútur en annars er líka hægt að nota hendurnar.
Olíuberið rúmgóða skál, setjið deigið ofan í og leggið viskustykki yfir. Leyfið að hefast í klst eða meira.
Setjið öll hráefnin í sósuna saman í töfrasprota og blandið vel saman. Einnig hægt að stappa gráðostinn og hræra saman við hin hráefnin.
Blandið kjúklingnum og buffalo sósunni saman í skál.
Fletjið út deigið og smyrjið ríkulega með Philadelphia rjómaostinum.
Stráið mozzarella ostinum yfir og dreifið kjúklingunum og rauðlauknum yfir allt saman.
Bakið í ofni við 220°C á blæsti í 12-15 mínútur.
Stráið saxaðri steinselju yfir pizzuna og dreifið sósunni yfir.
Njótið.