fbpx

Pipirrana kalt pastasalat frá Spáni

Þetta salat tekur enga stund að gera og er afar einfalt, auk þess þarf ekki óteljandi dýr hráefni svo þetta er vænt við budduna án þess að bitna á bragðinu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 300 gr De Cecco ósoðnar pastaskrúfur
 1-2 dósir túnfiskur (ég notaði eina en hefði alveg mátt vera meira af túnfisk)
 Rúmlega 1/2 dós gular maísbaunir
 1 gult epli
 1/2 græn paprika
 1/2 appelsínugul eða rauð paprika
 10-12 stk smátómata
 6-8 lengjur af Surrimi (má sleppa ef ykkur finnst það vont en gerir mjög gott bragð)
 1 bolli svartar ólífur án steins
 1/2 krukka fetaostur eða 1/2 fetakubbur
 1/2 dl ólífuolía extra virgin
 vel af salti og pipar
 Ferskt timian til að sáldra yfir en má alveg sleppa (athuga ekki nota þurrkað)

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að setja vatn í pott og salta mjög vel, svo verði nánast eins og sjóvatn

2

Þegar vatnið byrjar að sjóða setjið þá pastað út í og stillið á 9 mínútur suðu

3

Skerið næst paprikur mjög smátt og tómatana í tvennt, surrimi í litla bita og eplið í litla ferninga

4

Setjið í stóra skál skorið grænmetið, gular baunir, epli, túnfisk, surrimi, heilar ólífur og fetaost án olíunnar

5

Hrærið vel saman

6

Þegar pastað er soðið leyfið þá aðeins að rjúka úr því en ekki skola það neitt

7

Setjið það svo út á allt í skálinni, hellið 1/2 dl extra virgin ólífuolíu út á og saltið vel og piprið

8

Hrærið svo öllu vel saman. Hægt er að bera strax fram eða setja í kæli og taka með í nesti.


Uppskrift frá Maríu hjá Paz.is

Matreiðsla, , MatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 300 gr De Cecco ósoðnar pastaskrúfur
 1-2 dósir túnfiskur (ég notaði eina en hefði alveg mátt vera meira af túnfisk)
 Rúmlega 1/2 dós gular maísbaunir
 1 gult epli
 1/2 græn paprika
 1/2 appelsínugul eða rauð paprika
 10-12 stk smátómata
 6-8 lengjur af Surrimi (má sleppa ef ykkur finnst það vont en gerir mjög gott bragð)
 1 bolli svartar ólífur án steins
 1/2 krukka fetaostur eða 1/2 fetakubbur
 1/2 dl ólífuolía extra virgin
 vel af salti og pipar
 Ferskt timian til að sáldra yfir en má alveg sleppa (athuga ekki nota þurrkað)

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að setja vatn í pott og salta mjög vel, svo verði nánast eins og sjóvatn

2

Þegar vatnið byrjar að sjóða setjið þá pastað út í og stillið á 9 mínútur suðu

3

Skerið næst paprikur mjög smátt og tómatana í tvennt, surrimi í litla bita og eplið í litla ferninga

4

Setjið í stóra skál skorið grænmetið, gular baunir, epli, túnfisk, surrimi, heilar ólífur og fetaost án olíunnar

5

Hrærið vel saman

6

Þegar pastað er soðið leyfið þá aðeins að rjúka úr því en ekki skola það neitt

7

Setjið það svo út á allt í skálinni, hellið 1/2 dl extra virgin ólífuolíu út á og saltið vel og piprið

8

Hrærið svo öllu vel saman. Hægt er að bera strax fram eða setja í kæli og taka með í nesti.

Pipirrana kalt pastasalat frá Spáni

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
KjúklingabaunasalatKjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði…
MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…