Piparmyntumarengs með karamellu og berjum

  

apríl 8, 2020

Hér er á ferðinni alveg svakaleg marengsterta með brögðum úr ólíkum áttum sem munu kitla bragðlaukana.

Hráefni

Marengs

4 eggjahvítur

170 g púðursykur

170 g sykur

25 stk Marianne súkkulaðifylltir piparmyntumolar frá Fazer (rúmlega 1 poki)

Karamellusósa

300 g Dumle karamellur

5 msk. rjómi

Fylling

25 stk Marianne súkkulaðifylltir piparmyntumolar frá Fazer (rúmlega 1 poki)

600 ml rjómi

125 g Driscolls hindber (maukuð)

Karamellusósan

Driscolls hindber og brómber til skrauts og á milli laga (ef vill)

Leiðbeiningar

Piparmyntumarengs

1Hitið ofninn í 110°C og teiknið 3 hringi um 18 cm í þvermál á bökunarpappír á bökunarplötu (ég kom 2 fyrir á einni plötu og setti þann þriðja á sérplötu).

2Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að freyða.

3Bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og stífþeytið.

4Saxið brjóstsykurinn á meðan niður og vefjið honum að lokum saman við marengsinn.

5Skiptið niður á hringina þrjá og jafnið við útlínurnar.

6Bakið í 80 mínútur, slökkvið á ofninum og leyfið marengsinum að kólna inn í ofninum.

Karamellusósa

1Setjið saman í pott og bræðið, takið af hellunni og leyfið að ná stofuhita áður en þið setjið á milli laga.

Fylling

1Saxið brjóstsykurinn smátt niður og leggið til hliðar.

2Stífþeytið rjómann og vefjið maukuðu hindberjunum og söxuðum piparmyntumolunum saman við.

Samsetning

1Marengsbotn

2Karamellusósa

3Rjómi og ber

4Endurtakið 2 x í viðbót og endið á því að strá smá söxuðum Marianne brjóstsykri eða súkkulaði yfir í lokin

Uppskrift frá Gotterí.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.