IMG_3355 (Large)
IMG_3355 (Large)

Piparmyntubrúnkur

  ,

júní 3, 2019

Það er eitthvað svo dásamlegt við piparmyntubragð og í bland við súkkulaði gerast einhverjir töfrar fyrir bragðlaukana.

Hráefni

Kaka

225 g smjör við stofuhita

300 g sykur

100 g púðursykur

4 egg

2 tsk vanilludropar

180 g hveiti

80 g Cadbury bökunarkakó

1 tsk lyftiduft

1 pk (20 stk) Fazermint molar

Krem og skraut

110 g smjör við stofuhita

40 g Cadbury bökunarkakó

230 g flórsykur

2 tsk vanilludropar

3 msk mjólk

Fazermint molar og fersk mynta til skrauts

Leiðbeiningar

Kaka

1Hitið ofninn 175°C

2Þeytið smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.

3Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið og þeytið vel á milli og setjið þá vanilludropana saman við blönduna og hrærið.

4Blandið þurrefnunum sem eftir standa saman í skál og því næst saman við smjörblönduna.

5Saxið Fazermint molana gróft og vefjið þeim saman við deigið.

6Hellið í vel smurt form sem er um 20 x 30 cm á stærð og bakið í um 35 mínútur.

7Kælið vel og útbúið því næst kremið.

Krem og skraut

1Setjið öll hráefnin saman í skál fyrir utan Fazermint mola og myntu.

2Hrærið rólega þar til allt er blandað og þeytið þá þar til létt og ljóst krem hefur myndast.

3Smyrjið yfir kalda kökuna, skerið í bita og skreytið með Fazermint molum og ferskri myntu.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.