fbpx

Piparköku ostakaka með Werther’s karamellusósu

Þessi piparköku ostakaka er hinn fullkomni jólaeftirréttur – einföld, fljótleg og svo hátíðleg. Hún er með piparkökubotni, silkimjúkri rjómaostafyllingu, Werther’s karamellusósu og bláberjum. Hvort sem þú ætlar að gleðja fjölskyldu á aðventunni eða bjóða upp á eitthvað sérstakt á jólum, þá er þessi ostakakan sem þið verðið að prófa.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botninn
 250 g piparkökur
 80 g smjör, brætt
Fylling
 300 g Philadelphia rjómaostur
 3 msk flórsykur
 3,5 dl þeyttur rjómi
Toppað með
 12 stk Werthers Original Salted Caramel
 2 msk rjómi
 Muldar piparkökur
 Bláber frá Driscolls

Leiðbeiningar

1

Myljið piparkökurnar fínt (t.d. í matvinnsluvél) og blandið þeim saman við brætt smjör. Þrýstið blöndunni í botninn á 20 cm smelluformi sem er þakt bökunarpappír og kælið frysti í 20-30 mínútur.

2

Þeytið rjómann þar til hann myndar mjúka toppa. Í annarri skál, þeytið saman rjómaost og flórsykur þar til blandan verður slétt og létt. Blandið þeytta rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna.

3

Hellið fyllingunni yfir kaldan botninn og sléttið yfirborðið með sleikju. Setjið kökuna í frysti í að minnsta kosti 1 klukkustund, eða þar til fyllingin hefur stífnað.

4

Bræðið karamellur saman við rjómann og kælið í 5 mínútur. Skreytið kökuna með, muldum piparkökum, bláberjum og karamellusósunni og njótið.


Uppskrift eftir Hildi Rut

DeilaTístaVista

Hráefni

Botninn
 250 g piparkökur
 80 g smjör, brætt
Fylling
 300 g Philadelphia rjómaostur
 3 msk flórsykur
 3,5 dl þeyttur rjómi
Toppað með
 12 stk Werthers Original Salted Caramel
 2 msk rjómi
 Muldar piparkökur
 Bláber frá Driscolls

Leiðbeiningar

1

Myljið piparkökurnar fínt (t.d. í matvinnsluvél) og blandið þeim saman við brætt smjör. Þrýstið blöndunni í botninn á 20 cm smelluformi sem er þakt bökunarpappír og kælið frysti í 20-30 mínútur.

2

Þeytið rjómann þar til hann myndar mjúka toppa. Í annarri skál, þeytið saman rjómaost og flórsykur þar til blandan verður slétt og létt. Blandið þeytta rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna.

3

Hellið fyllingunni yfir kaldan botninn og sléttið yfirborðið með sleikju. Setjið kökuna í frysti í að minnsta kosti 1 klukkustund, eða þar til fyllingin hefur stífnað.

4

Bræðið karamellur saman við rjómann og kælið í 5 mínútur. Skreytið kökuna með, muldum piparkökum, bláberjum og karamellusósunni og njótið.

Piparköku ostakaka með Werther’s karamellusósu

Aðrar spennandi uppskriftir