Hér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð stór uppskrift og dugar vel í tvær skálar eins og þá sem þið sjáið hér í færslunni svo þetta er hið fullkomna veislusalat. Við vorum farin að rífa ostinn niður á sínum tíma en ég hef færst aftur til þess að skera hann í teninga, bara reyna að hafa þá frekar litla! Ritzkexið góða passar síðan einstaklega vel með þessu salati.

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Pískið majónes og sýrðan rjóma saman.
Skerið ostinn í litla bita ásamt skinku og salami. Saxið laukinn smátt og skerið vínberin niður.
Blandið næst öllu saman og leyfið að standa í kæli í 3 klukkustundir og njótið með Ritz kexi eða góðu brauði.
Hráefni
Leiðbeiningar
Pískið majónes og sýrðan rjóma saman.
Skerið ostinn í litla bita ásamt skinku og salami. Saxið laukinn smátt og skerið vínberin niður.
Blandið næst öllu saman og leyfið að standa í kæli í 3 klukkustundir og njótið með Ritz kexi eða góðu brauði.