fbpx

Penne alla vodka pasta

Ef þig langar í ekta ítalskan pastarétt sem er bæði einfaldur og ómótstæðilega bragðgóður, þá er Penne alla Vodka fullkomið val. Þessi réttur sameinar rjómalagða tómatsósu með mildum kryddum, parmesanosti og léttum keim af vodka sem lyftir bragðinu upp á nýtt stig.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 250 g Penne pastaT.d. De Cecco
 100 g Pancetta eða beicon
 60 ml Vodka
 400 g Tómatar í dósT.d. Hunt's
 3 msk Tómatpúrra
 1 ml Chiliflögur
 1 stk Laukur
 4 stk Hvítlauksrif
 120 ml Rjómi
 50 g Smjör
 10 g Steinselja
 50 g Parmesan
 1 stk Baguette brauð

Leiðbeiningar

1

Uppskriftin er fyrir 2

2

Setjið vatn í pott ásamt ríflegu magni af salti og náið upp suðu.

3

Setjið tómata í blandara eða maukið innihald dósarinnar með töfrasprota.

4

Saxið lauk smátt. Pressið 3 hvítlauksrif. Skerið pancetta eða beikon í bita.

5

Steikið pancetta/beikon við miðlungshita þar til kjötið er stökkt og fallegt. Setjið á disk til hliðar og geymið.

6

Steikið lauk við miðlungshita þar til hann er glær og mjúkur (varist að brúna laukinn). Bætið pressuðum hvítlauk út á pönnuna ásamt chiliflögum og steikið þar til hvítlaukurinn fer að ilma. Bætið tómatpúrru út á pönnuna og steikið í nokkrar mín þar til tómatpúrran þykkist og dökknar aðeins.

7

Bætið maukuðum tómötum út á pönnuna ásamt helmingnum af pancetta/beikoni og svolitlu salti og látið malla í 10 mín þar til sósan þykknar aðeins.

8

Bætið rjóma út pönnuna, rífið ¾ af parmesanostinum saman við og látið malla í 5 mín.

9

Bætið penne pasta út í pottinn með sjóðandi vatninu og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Geymið 1 dl af pastavatninu áður en vatnið er sigtað frá pastanu.

10

Bætið vodka út á pönnuna með sósunni ásamt 25 g af smjöri og látið malla á meðan pasta sýður (amk 10 mín svo áfengið sjóði úr sósunni).

11

Bætið penne pasta út í pottinn með sósunni og blandið vel saman. Bætið við pastavatni eftir þörfum og látið malla í smástund þar til sósan hefur náð hæfilegri þykkt. Smakkið til með salti.

12

Saxið steinselju og hrærið saman við réttinn. Toppið með restinni af pancetta/beikoni og parmesanosti.

13

Bræðið 25 g smjör og pressið 1 hvítlauksrif saman við. Skerið baguette í tvennt og skerið helmingana svo í tvennt þversum. Smyrjið brauðin rausnarlega með hvítlaukssmjöri og rífið parmesan ost yfir. Bakið í miðjum ofni stilltum á 200C grill í nokkrar mín þar til osturinn er bráðinn og brauðið er búið að taka fallegan lit.

14

Njóttu með góðu rauðvíni.


Uppskriftin er eftir Snorra Guðmundsson.

MatreiðslaMatargerðMerking, , , ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 250 g Penne pastaT.d. De Cecco
 100 g Pancetta eða beicon
 60 ml Vodka
 400 g Tómatar í dósT.d. Hunt's
 3 msk Tómatpúrra
 1 ml Chiliflögur
 1 stk Laukur
 4 stk Hvítlauksrif
 120 ml Rjómi
 50 g Smjör
 10 g Steinselja
 50 g Parmesan
 1 stk Baguette brauð

Leiðbeiningar

1

Uppskriftin er fyrir 2

2

Setjið vatn í pott ásamt ríflegu magni af salti og náið upp suðu.

3

Setjið tómata í blandara eða maukið innihald dósarinnar með töfrasprota.

4

Saxið lauk smátt. Pressið 3 hvítlauksrif. Skerið pancetta eða beikon í bita.

5

Steikið pancetta/beikon við miðlungshita þar til kjötið er stökkt og fallegt. Setjið á disk til hliðar og geymið.

6

Steikið lauk við miðlungshita þar til hann er glær og mjúkur (varist að brúna laukinn). Bætið pressuðum hvítlauk út á pönnuna ásamt chiliflögum og steikið þar til hvítlaukurinn fer að ilma. Bætið tómatpúrru út á pönnuna og steikið í nokkrar mín þar til tómatpúrran þykkist og dökknar aðeins.

7

Bætið maukuðum tómötum út á pönnuna ásamt helmingnum af pancetta/beikoni og svolitlu salti og látið malla í 10 mín þar til sósan þykknar aðeins.

8

Bætið rjóma út pönnuna, rífið ¾ af parmesanostinum saman við og látið malla í 5 mín.

9

Bætið penne pasta út í pottinn með sjóðandi vatninu og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Geymið 1 dl af pastavatninu áður en vatnið er sigtað frá pastanu.

10

Bætið vodka út á pönnuna með sósunni ásamt 25 g af smjöri og látið malla á meðan pasta sýður (amk 10 mín svo áfengið sjóði úr sósunni).

11

Bætið penne pasta út í pottinn með sósunni og blandið vel saman. Bætið við pastavatni eftir þörfum og látið malla í smástund þar til sósan hefur náð hæfilegri þykkt. Smakkið til með salti.

12

Saxið steinselju og hrærið saman við réttinn. Toppið með restinni af pancetta/beikoni og parmesanosti.

13

Bræðið 25 g smjör og pressið 1 hvítlauksrif saman við. Skerið baguette í tvennt og skerið helmingana svo í tvennt þversum. Smyrjið brauðin rausnarlega með hvítlaukssmjöri og rífið parmesan ost yfir. Bakið í miðjum ofni stilltum á 200C grill í nokkrar mín þar til osturinn er bráðinn og brauðið er búið að taka fallegan lit.

14

Njóttu með góðu rauðvíni.

Penne alla vodka pasta

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Turkish PastaEf þið eruð að leita að réttinum sem þið getið ekki hætt að hugsa um eftir fyrsta bita – þá…