Pavlovur með Tyrkisk Peber kremi og hindberja toppi

  ,

september 4, 2020

Hér eru á ferð litlar pavlovur með Tyrkisk Peber og Toblerone kremi toppað með hindberjasósu.

Hráefni

Hindberja toppur

½ vanillustöng

60 g ljós púðursykur

65 g hindber

Pavlovur

6 eggjahvítur

200 g sykur

200 flórsykur

1½ tsk mataredik

Tyrkisk Peber krem

2 matarlímsblöð

150 g hvítt Toblerone

500 ml rjómi

4 tsk fínt mulin Tyrkisk peber

Á toppinn

Hindber

Fínt mulin Tyrkisk Peber

Leiðbeiningar

1Byrjið á að hita ofnin í 100 gráður

Hindberjatoppur

1Skerið hálfa vanillustöng eftir endilöngu en ekki alveg í gegn og skafið fræin innan úr með hníf og setjið í skál.

2Setjið sykur saman við, skolið hindberin í sigti og takið svo uppúr og kreystið þau útí, hrærið vel saman við sykurinn og vanilluna með skeið.

3Setjið í kælir í minnst 5 tíma eða yfir nótt, eða þar til sykurinn hefur bráðnað alveg.

Tyrkisk Peber krem

1Leggið matarlímsblöðin í vatn í 15 mín.

2Saxið hvítt Toblerone niður og hitið yfir vatnsbaði. Hitið rjóma í potti rétt undir suðu og bætið fín malaða Tyrkisk Peber útí

3Því næst hellið hvíta Tobleroinu útí og hrærið vel saman.

4Takið matarlímsblöðin uppúr vatinu og kreystið úr þeim og setjið í pott og hitið yfir vatnsbaði og hellið því svo útí rjómablönduna.

5Hrærið vel saman og hellið í skál og setjið í kælir í minnst 5 tíma eða yfir nótt.

Pavlovur

1Þeytið eggjahvítur þar til þær verða stífar, bætið sykrinum útí og þeytið þar til blandan verður stíf og bætið þá flórsykrinum útí og hrærið enn meira. Bætið þá matarediki útí þegar hann er orðin stífur.

2Setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur.

3Setjið blönduna í spratupoka með stjörnustút framan á og sprautið í litlar pavlovu kökur með smá holu í miðjunni, fer eftir hversu stórar þið gerið en það ættu að passa sirka 9 kökur á plötu eða fleiri ef þið gerið minni.

4Bakið í 1½ klst og gott að láta þær kólna inní ofninum.

5Takið Tyrkisk peber kremið úr kælir og létt þeytið það með handþeytara eða örstytt og mjög varlega í hrærivél setjið kremið þá í sprautupoka með stjörnustút.

6Setjið smá hindberja sultu ofan í hverja holu á kökunum og svo kremið fyrir það og svo aftur smá sultu og skreytið með hindberjum á toppinn.

Auka punktar

1ath þessa uppskrift er gott að gera degi áður og skreyta svo daginn eftir

Uppskrift eftir Aðalheiði á heidiola.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Vegan Ólífu Pestó Snúðar… á korteri

Bragðmiklir og djúsí snúðar sem eru tilbúnir á korteri

Vegan súkkulaðivöfflur með þeyttu vanillukremi

Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega.

Ljós súkkulaðikaka með klístraðri miðju

Hér er á ferðinni geggjuð ljós súkkulaðikaka sem á ensku kallast mud cake, sem mætti kannski kalla klessuköku á íslensku.