Print Options:








Pavlova með fílakaramellusósu

Magn1 skammtur

Hér er á ferðinni algjört dúndur, pavlova með fílakaramellusósu. Þið bara verðið að leika þessa eftir!

Marengs uppskrift
 6 eggjahvítur
 80 g sykur
 400 g púðursykur
 2 tsk. maizenamjöl
 1 tsk. hvítvínsedik
 ¼ tsk. salt
Karamellusósa
 300 g fílakaramellur frá Cote d‘Or
 80 ml rjómi
Fylling
 6 eggjarauður
 80 g flórsykur
 150 g suðusúkkulaði
 400 ml rjómi
Rjómi og skraut
 200 ml þeyttur rjómi
 Um 300 g niðurskorin Driscolls jarðaber
 Restin af fílakaramellusósunni
Marengs uppskrift
1

Hitið ofninn í 120°C.

2

Þeytið eggjahvítur þar til þær fara að freyða.

3

Blandið báðum tegundum af sykri saman í skál og setjið saman við eggjahvíturnar í litlum skömmtum.

4

Þeytið þar til topparnir halda sér vel, lækkið þá hraðann og bætið maizenamjöli, hvítvínsediki og salti saman við og blandið stutta stund.

5

Teiknið hring á bökunarpappír (á bökunarplötu) sem er um 23-35 cm í þvermál, hellið blöndunni þar á miðjuna og reynið að móta nokkurs konar grunna skál.

6

Það er gott að ýta fyrst upp úr miðjunni grunna holu til hliðanna og fara síðan með spaða að utanverðu allan hringinn og draga í sveig upp og ofan í holuna.

7

Bakið í 110 mínútur og leyfið síðan að kólna með ofninum áður en þið fyllið og skreytið.

Karamellusósa
8

Hitað saman í potti þar til karamellur hafa bráðnað og hitanum aðeins leyft að rjúka út.

9

Dreifið um ¾ af karamellusósunni yfir marengsbotninn þegar hann hefur kólnað og hellið síðan fyllingunni þar yfir.

Fylling
10

Bræðið suðusúkkulaðið og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.

11

Þeytið á meðan eggjarauður og flórsykur þar til létt og ljóst.

12

Lækkið hraðann á hrærivélinni og blandið súkkulaðinu saman við.

13

Að lokum má þeyta rjómann og vefja honum varlega saman við súkkulaðiblönduna.

14

Hellið súkkulaðiblöndunni í holuna á pavlovunni og aðeins upp á kantana og kælið á meðan rjómi og skraut er útbúið.

Rjómi og skraut
15

Smyrjið rjómanum lauslega yfir súkkulaðiblönduna, þá næst kemur restin af fílakaramellusósunni og að lokum má skreyta með ferskum jarðaberjunum.