Pastasalat með ferskum mais, tómötum og kjúkling

Einfalt og gómsætt kalt pastasalat með ferskum maís, fusilli pasta, tómötum, kjúklingi og fetaosti. Rétturinn er einnig ljúfur í veislum en þá er sniðugt að sleppa avókadó eða bæta því við rétt áður en rétturinn er borinn fram. Mælum með að bera þetta fram með ísköldu rósavíni.

Pastasalat
 400 g Fusilli frá De Cecco
 2 stk ferskir maískólfar
 Salt, pipar og cayenne pipar
 2 msk smjör til steikningar
 4 dl litlir tómatar
 4 dl rifinn kjúklingur frá Rose
 2 dl fetakubbur
 2 stk avókadó má sleppa
 salat eftir smekk
 toppa með fetaosti og og ferskum kóríander eða steinselju
Sósa
 2 dl Heinz majónes
 safi úr 1 lime
 1-2 msk Tabasco sriracha sósa
 Salt & pipar eftir smekk

1

Byrjið á því að sjóða fusillini eftir leiðbeiningum, sigtið og kælið.

2

Skerið maískornin af maískólfunum.

3

Steikið maísinn uppúr smjöri þar til hann brúnast aðeins og kryddið með salti, pipar og cayenne pipar.

4

Smátt skerið tómata og avókadó.

5

Stappið fetakubbinn gróflega.

6

Hrærið saman í sósuna.

7

Blandið saman fusillini, salati, maís, tómötum, kjúklingi, fetaosti, avókadó og sósu í stóra skál.

8

Toppið með fetaosti og ferskum kóríander eða steinselju og njótið.