fbpx

Pastasalat með ferskum mais, tómötum og kjúkling

Einfalt og gómsætt kalt pastasalat með ferskum maís, fusilli pasta, tómötum, kjúklingi og fetaosti. Rétturinn er einnig ljúfur í veislum en þá er sniðugt að sleppa avókadó eða bæta því við rétt áður en rétturinn er borinn fram. Mælum með að bera þetta fram með ísköldu rósavíni.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Pastasalat
 400 g Fusilli frá De Cecco
 2 stk ferskir maískólfar
 Salt, pipar og cayenne pipar
 2 msk smjör til steikningar
 4 dl litlir tómatar
 4 dl rifinn kjúklingur frá Rose
 2 dl fetakubbur
 2 stk avókadó má sleppa
 salat eftir smekk
 toppa með fetaosti og og ferskum kóríander eða steinselju
Sósa
 2 dl Heinz majónes
 safi úr 1 lime
 1-2 msk Tabasco sriracha sósa
 Salt & pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða fusillini eftir leiðbeiningum, sigtið og kælið.

2

Skerið maískornin af maískólfunum.

3

Steikið maísinn uppúr smjöri þar til hann brúnast aðeins og kryddið með salti, pipar og cayenne pipar.

4

Smátt skerið tómata og avókadó.

5

Stappið fetakubbinn gróflega.

6

Hrærið saman í sósuna.

7

Blandið saman fusillini, salati, maís, tómötum, kjúklingi, fetaosti, avókadó og sósu í stóra skál.

8

Toppið með fetaosti og ferskum kóríander eða steinselju og njótið.


DeilaTístaVista

Hráefni

Pastasalat
 400 g Fusilli frá De Cecco
 2 stk ferskir maískólfar
 Salt, pipar og cayenne pipar
 2 msk smjör til steikningar
 4 dl litlir tómatar
 4 dl rifinn kjúklingur frá Rose
 2 dl fetakubbur
 2 stk avókadó má sleppa
 salat eftir smekk
 toppa með fetaosti og og ferskum kóríander eða steinselju
Sósa
 2 dl Heinz majónes
 safi úr 1 lime
 1-2 msk Tabasco sriracha sósa
 Salt & pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða fusillini eftir leiðbeiningum, sigtið og kælið.

2

Skerið maískornin af maískólfunum.

3

Steikið maísinn uppúr smjöri þar til hann brúnast aðeins og kryddið með salti, pipar og cayenne pipar.

4

Smátt skerið tómata og avókadó.

5

Stappið fetakubbinn gróflega.

6

Hrærið saman í sósuna.

7

Blandið saman fusillini, salati, maís, tómötum, kjúklingi, fetaosti, avókadó og sósu í stóra skál.

8

Toppið með fetaosti og ferskum kóríander eða steinselju og njótið.

Pastasalat með ferskum mais, tómötum og kjúkling

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…