fbpx

Páskasmákökur

Þessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri sem gerir þær extra djúsí. Þær eru fullkomnar í páska baksturinn, skemmtilegt að gera þær með börnum og frábært að bjóða upp á nýbakaðar smákökur í bröns eða kaffitíma.

Magn12 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 12 tsk Nusica súkkulaðismjör
 100 g smjör
 120 g púðursykur
 50 g sykur
 1 stk egg
 1 tsk vanilludropar
 140 g hveiti
 ¼ tsk lyftiduft
 ¼ tsk matarsódi
 ½ tsk salt
 160 g Mini eggs (2 pokar)

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að taka til bökunarpappír, gott er að hafa bretti undir og setja eina teskeið af súkkulaðismjöri á bökunarpappírinn og svo bara 11 stk í viðbót. Setjið inn frysti og leyfið að vera þar þangað til að deigið er tilbúið.

2

Þeytið létt saman smjör, púðursykur og sykur. Bætið egginu og vanilludropum saman við og hrærið í 1-2 mín. Mælið þurrefnin og hellið saman við deigið og hrærið þangað til að allt er orðið samlagað.

3

Skerið súkkulaði eggin í grófa bita. Blandið því saman við með sleikju, gott er að skilja smá eftir til að setja á kökurnar áður en þær fara inn í ofn.

4

Til að fá kökurnar jafnar er gott að vigta þær, þannig að hver kaka er 40-50 g, þá fáið þið 12 kökur. Notið matskeið eða skömmtunarskeið til að mæla kökurnar. Rúllið þeim í kúlu og fletjið þær síðan aðeins með lófanum og setjið einn dropa af súkkulaðismjöri i miðjuna. Lokið svo deiginu þannig að glitti ekkert súkkulaðismjörið. Setjið kökurnar á bretti og inn í ísskáp í 30 mín.

5

Stillið ofn á 180°c. Veltið einni hlið af kökunum upp úr auka súkkulaðinu. Setjið bökunarpappír á ofnplötu, takið hverja köku og og setjið á plötuna. Sex kökur á hverja plötu með góðu millibili. Bakið í 11 mínútur. Endurtakið með seinni sex, leyfið kökunum að kólna.


DeilaTístaVista

Hráefni

 12 tsk Nusica súkkulaðismjör
 100 g smjör
 120 g púðursykur
 50 g sykur
 1 stk egg
 1 tsk vanilludropar
 140 g hveiti
 ¼ tsk lyftiduft
 ¼ tsk matarsódi
 ½ tsk salt
 160 g Mini eggs (2 pokar)

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að taka til bökunarpappír, gott er að hafa bretti undir og setja eina teskeið af súkkulaðismjöri á bökunarpappírinn og svo bara 11 stk í viðbót. Setjið inn frysti og leyfið að vera þar þangað til að deigið er tilbúið.

2

Þeytið létt saman smjör, púðursykur og sykur. Bætið egginu og vanilludropum saman við og hrærið í 1-2 mín. Mælið þurrefnin og hellið saman við deigið og hrærið þangað til að allt er orðið samlagað.

3

Skerið súkkulaði eggin í grófa bita. Blandið því saman við með sleikju, gott er að skilja smá eftir til að setja á kökurnar áður en þær fara inn í ofn.

4

Til að fá kökurnar jafnar er gott að vigta þær, þannig að hver kaka er 40-50 g, þá fáið þið 12 kökur. Notið matskeið eða skömmtunarskeið til að mæla kökurnar. Rúllið þeim í kúlu og fletjið þær síðan aðeins með lófanum og setjið einn dropa af súkkulaðismjöri i miðjuna. Lokið svo deiginu þannig að glitti ekkert súkkulaðismjörið. Setjið kökurnar á bretti og inn í ísskáp í 30 mín.

5

Stillið ofn á 180°c. Veltið einni hlið af kökunum upp úr auka súkkulaðinu. Setjið bökunarpappír á ofnplötu, takið hverja köku og og setjið á plötuna. Sex kökur á hverja plötu með góðu millibili. Bakið í 11 mínútur. Endurtakið með seinni sex, leyfið kökunum að kólna.

Páskasmákökur

Aðrar spennandi uppskriftir