kaka
kaka

Páskasítrónuostakaka

  ,   

mars 16, 2018

Páskaostakaka með sítrónufyllingu.

Hráefni

Botn

1 pakki Ritz kex

1/2 pakki LU Digestive hafrakex

150 gr ósaltað smjör brætt

Eplafylling

2 stk græn epli

1 poki Dumle karamellur 120 gr

1-2 msk smjör

100 gr hakkaðar möndlur

Sítrónuostafylling

2 öskjur Philadelphia hreinn rjómaostur 200 gr

2 dl flórsykur

1 stk sítróna (safinn og börkurinn)

200 gr hvítt súkkulaði

2 1/2 dl létt þeyttur rjómi

4 pokar Cadbury Mini Egg 90 gr

Leiðbeiningar

Botn

1Myljið kexið í matvinnsluvél

2Bræðið smjörið og blandið saman við kexið, setjið í smellukökuform klætt bökunarpappír

3Kælið borinn

Eplafylling

1Afhýðið eplin og skerið í litla bita

2Setjið á eplin, Dumle karamellurnar og smjörið á pönnu og hitið

3Látið malla þar til karmellan er alveg brædd og hrærið á meðan í blöndunni

4Blandið saman við hakkaðar möndlurnar

5Hellið yfir botninn og kælið

Sítrónuostafylling

1Þeytið upp rjómaostinn ásamt flórsykri, bætið sítrónusafa og sítrónuberki saman við

2Bræðið hvítt súkkulaði og hrærið saman

3Léttþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við

4Hellið fyllingunni yfir eplin og kælið í vel áður en kakan er tekin úr forminu

5Skreytið með Cadbury mini eggjum

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

IMG_3355 (Large)

Piparmyntubrúnkur

Það er eitthvað svo dásamlegt við piparmyntubragð og í bland við súkkulaði gerast einhverjir töfrar fyrir bragðlaukana.

MG_7647

Sumarlegar bollakökur

Sumarlegar bollakökur í suður evrópskum anda, sítrónu bollakökur með blóðappelsínu rjómaosta kremi.

MG_7675

Blaut kladdkaka með Geisha heslihnetu súkkulaði kremi

Þessi kaka er fullkomin hvort sem er á brunch borðið eða sem eftirréttur eftir góðan mat.