Páskasítrónuostakaka

  ,   

mars 16, 2018

Páskaostakaka með sítrónufyllingu.

Hráefni

Botn

1 pakki Ritz kex

1/2 pakki LU Digestive hafrakex

150 gr ósaltað smjör brætt

Eplafylling

2 stk græn epli

1 poki Dumle karamellur 120 gr

1-2 msk smjör

100 gr hakkaðar möndlur

Sítrónuostafylling

2 öskjur Philadelphia hreinn rjómaostur 200 gr

2 dl flórsykur

1 stk sítróna (safinn og börkurinn)

200 gr hvítt súkkulaði

2 1/2 dl létt þeyttur rjómi

4 pokar Cadbury Mini Egg 90 gr

Leiðbeiningar

Botn

1Myljið kexið í matvinnsluvél

2Bræðið smjörið og blandið saman við kexið, setjið í smellukökuform klætt bökunarpappír

3Kælið borinn

Eplafylling

1Afhýðið eplin og skerið í litla bita

2Setjið á eplin, Dumle karamellurnar og smjörið á pönnu og hitið

3Látið malla þar til karmellan er alveg brædd og hrærið á meðan í blöndunni

4Blandið saman við hakkaðar möndlurnar

5Hellið yfir botninn og kælið

Sítrónuostafylling

1Þeytið upp rjómaostinn ásamt flórsykri, bætið sítrónusafa og sítrónuberki saman við

2Bræðið hvítt súkkulaði og hrærið saman

3Léttþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við

4Hellið fyllingunni yfir eplin og kælið í vel áður en kakan er tekin úr forminu

5Skreytið með Cadbury mini eggjum

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Vegan Ólífu Pestó Snúðar… á korteri

Bragðmiklir og djúsí snúðar sem eru tilbúnir á korteri

Vegan súkkulaðivöfflur með þeyttu vanillukremi

Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega.

Pavlovur með Tyrkisk Peber kremi og hindberja toppi

Hér eru á ferð litlar pavlovur með Tyrkisk Peber og Toblerone kremi toppað með hindberjasósu.