Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og ég elska bæði hrískökur og marengs svo hér kemur algjör negla!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Þessi uppskrift gefur eina ílanga páskaköku með hrískökubotni, bananarjóma, marengs og páskaeggjarjóma ásamt 10-12 páskahreiðrum sem fylla má með súkkulaðieggjum.
Hitið ofninn í 120°C og klæðið formkökuform að innan með bökunarpappír.
Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til stífþeytt.
Setjið í formkökuformið og bakið í 40 mínútur.
Setjið í formkökuformið og bakið í 40 mínútur.
Leyfið marengsinum að kólna áður en þið lyftið honum uppúr í bökunarpappírnum og setjið kökuna saman.
Best finnst mér að gera marengsinn deginum áður ef ekki fyrr og geyma hann á þurrum stað.
Pressið bökunarpappír niður í ílangt formkökuform og leggið til hliðar.
Spreyið smá PAM í ál-bollakökuform (í 10-12 hólf).
Setjið allt nema Rice Krispies í pott, hitið þar til bráðið og leyfið blöndunni aðeins að „bubbla“ við háan hita áður en þið takið af hellunni
Leyfið þá hitanum aðeins að rjúka úr blöndunni og blandið Rice Krispies saman við.
Setjið tæplega helminginn í formkökuformið, þjappið aðeins niður og sléttið. Formið sem ég notaði er frá ömmu, 11 x 29 cm að stærð en auðvitað má nota aðeins minna/stærra.
Setjið síðan kúpta matskeið af blöndu í hvert bollakökuhólf og þrýstið miðjunni niður og aðeins upp kantana með skeið.
Kælið hvorutveggja á meðan þið útbúið fyllinguna.
Bræðið saman þar til kekkjalaust, leyfið að ná stofuhita áður en sósan er notuð á kökuna.
Skerið bananann í litla bita og blandið saman við um 2/3 af rjómanum.
Skerið einn súkkulaðieggjapoka gróft niður.
Leggið ílanga hrískökubotninn á fallegan disk og smyrjið bananarjómanum yfir hann og setjið síðan smá karamellusósu þar yfir.
Næst fer marengsbotninn ofan á og restin af þeytta rjómanum.
Hér má setja vel af karamellusósu yfir rjómann og skreyta síðan með niðurskornu súkkulaðieggjunum og nokkrum heilum.
Notið restina af súkkulaðieggjunum til að fylla hrískökuhreiðrin.
Hráefni
Leiðbeiningar
Þessi uppskrift gefur eina ílanga páskaköku með hrískökubotni, bananarjóma, marengs og páskaeggjarjóma ásamt 10-12 páskahreiðrum sem fylla má með súkkulaðieggjum.
Hitið ofninn í 120°C og klæðið formkökuform að innan með bökunarpappír.
Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til stífþeytt.
Setjið í formkökuformið og bakið í 40 mínútur.
Setjið í formkökuformið og bakið í 40 mínútur.
Leyfið marengsinum að kólna áður en þið lyftið honum uppúr í bökunarpappírnum og setjið kökuna saman.
Best finnst mér að gera marengsinn deginum áður ef ekki fyrr og geyma hann á þurrum stað.
Pressið bökunarpappír niður í ílangt formkökuform og leggið til hliðar.
Spreyið smá PAM í ál-bollakökuform (í 10-12 hólf).
Setjið allt nema Rice Krispies í pott, hitið þar til bráðið og leyfið blöndunni aðeins að „bubbla“ við háan hita áður en þið takið af hellunni
Leyfið þá hitanum aðeins að rjúka úr blöndunni og blandið Rice Krispies saman við.
Setjið tæplega helminginn í formkökuformið, þjappið aðeins niður og sléttið. Formið sem ég notaði er frá ömmu, 11 x 29 cm að stærð en auðvitað má nota aðeins minna/stærra.
Setjið síðan kúpta matskeið af blöndu í hvert bollakökuhólf og þrýstið miðjunni niður og aðeins upp kantana með skeið.
Kælið hvorutveggja á meðan þið útbúið fyllinguna.
Bræðið saman þar til kekkjalaust, leyfið að ná stofuhita áður en sósan er notuð á kökuna.
Skerið bananann í litla bita og blandið saman við um 2/3 af rjómanum.
Skerið einn súkkulaðieggjapoka gróft niður.
Leggið ílanga hrískökubotninn á fallegan disk og smyrjið bananarjómanum yfir hann og setjið síðan smá karamellusósu þar yfir.
Næst fer marengsbotninn ofan á og restin af þeytta rjómanum.
Hér má setja vel af karamellusósu yfir rjómann og skreyta síðan með niðurskornu súkkulaðieggjunum og nokkrum heilum.
Notið restina af súkkulaðieggjunum til að fylla hrískökuhreiðrin.