fbpx

Páskaleg hrákaka með mangóbragði

Djúsí páskaleg vegan hrákaka úr smiðju Hildar Ómars sem kitlar bragðlaukana - einnig tilvalin á fallegum sumardegi!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botninn
 2 bollar pekanhnetur
 1 bolli lífrænar möndlur frá Rapunzel
 15 stk ferskur döðlur
 Hnífsoddur salt
Fyllingin
 4 bollar frosið mangó
 0,50 bolli hlynsíróp
 1,50 bollar Oatly iKaffe
 0,50 bolli kókosolía (bráðin)
 2 bollar lífrænar *kasjúhnetur frá Rapunzel
 2 stk Safi úr appelsínum
 1 stk Safi úr sítrónum
Skreyting
 Ég notaði ferskan mangó, jarðaber, blæjuber og appelsínusneiðar.

Leiðbeiningar

1

*Byrjið á að leggja kasjúhneturnar í bleyti í amk. 2 klst.

2

Útbúið botninn með því að setja pekanhnetur og möndlur í matvinnsluvél og myljið að kurli, bætið svo steinhreinsuðum ferskum döðlum og hnífsoddi af salti útí.

3

Þjappið mulningum í kökuform, ég nota 20cm form.

4

Setijð allt sem á að fara í fyllinguna í blender og blandið þar til orðið slétt.

5

Hellið í kökuformið og setjið kökuna inní frysti. Leyfið kökunni að harðna í allavega 4 klukkutíma eða yfir nótt.

6

Takið kökuna útúr frysti 40 mínútum áður en kakan er borin fram og skreytið með fallegum ávöxtum.


Uppskrift eftir Hildi Ómars en Rapunzel vörurnar fást m.a. í Fjarðarkaupum, verslunum Nettó og Hagkaupa ásamt Melabúðinni.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botninn
 2 bollar pekanhnetur
 1 bolli lífrænar möndlur frá Rapunzel
 15 stk ferskur döðlur
 Hnífsoddur salt
Fyllingin
 4 bollar frosið mangó
 0,50 bolli hlynsíróp
 1,50 bollar Oatly iKaffe
 0,50 bolli kókosolía (bráðin)
 2 bollar lífrænar *kasjúhnetur frá Rapunzel
 2 stk Safi úr appelsínum
 1 stk Safi úr sítrónum
Skreyting
 Ég notaði ferskan mangó, jarðaber, blæjuber og appelsínusneiðar.

Leiðbeiningar

1

*Byrjið á að leggja kasjúhneturnar í bleyti í amk. 2 klst.

2

Útbúið botninn með því að setja pekanhnetur og möndlur í matvinnsluvél og myljið að kurli, bætið svo steinhreinsuðum ferskum döðlum og hnífsoddi af salti útí.

3

Þjappið mulningum í kökuform, ég nota 20cm form.

4

Setijð allt sem á að fara í fyllinguna í blender og blandið þar til orðið slétt.

5

Hellið í kökuformið og setjið kökuna inní frysti. Leyfið kökunni að harðna í allavega 4 klukkutíma eða yfir nótt.

6

Takið kökuna útúr frysti 40 mínútum áður en kakan er borin fram og skreytið með fallegum ávöxtum.

Páskaleg hrákaka með mangóbragði

Aðrar spennandi uppskriftir