Print Options:








Páskakökukanína

Magn1 skammtur

Þessi kaka er ekki bara ein sú krúttlegasta sem ég hef gert heldur er þetta besta brownie kaka sem ég hef útbúið! NAMMMMMM!

Kaka
 350 g smjör
 370 g suðusúkkulaði
 490 g sykur
 6 egg
 170 g hveiti
 75 g Cadbury bökunarkakó
 1 tsk. salt
 2 pokar Cadbury mini Eggs (gróft söxuð)
Krem
 100 g smjör við stofuhita
 270 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 2 tsk. vanilludropar
 ½ tsk. salt
 100 g Cadbury bökunarkakó
 600 g flórsykur
Skreyting
 3 pokar Cadbury mini Eggs
 1 pakki Cadbury Fingers kex
 Fersk blóm
Kaka
1

Hitið ofninn í 180°C og klæðið djúpa ofnskúffu með bökunarpappír, spreyið pappírinn vel með matarolíu.

2

Bræðið saman smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði og leyfið hitanum að rjúka aðeins úr.

3

Þeytið egg og sykur saman þar til létt og ljóst, bætið þá súkkulaðiblöndunni varlega saman við í mjórri bunu og blandið vel.

4

Sigtið hveiti, kakó og salt yfir skálina og vefjið saman með sleif þar til vel blandað.

5

Vefjið að lokum gróft söxuðum súkkulaðieggjunum saman við blönduna, hellið í ofnskúffuna og bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á, ekki blautu deigi.

6

Kælið kökuna alveg í skúffunni áður en þið dragið hana úr (annars getur hún brotnað).

7

Teiknið kanínuhöfuð á bökunarpappír. Gott að teikna hring og nota speglunaraðferð til að teikna eyrun. Teiknið yfir kökunni/ofnskúffunni og reynið að nýta kökuna sem best.

8

Klippið bökunarpappírinn til, festið með tannstönglum, skerið kanínuna út og færið yfir á bretti/disk áður en skreytt er.

Krem
9

Þeytið saman smjör, rjómaost og vanilludropa.

10

Setjið kakó, flórsykur og salt saman í skál og bætið saman við í nokkrum skömmtum.

11

Skafið vel niður á milli og þeytið þar til slétt og fallegt krem hefur myndast.

12

Setjið í sprautupoka með hringlaga stút (um 1 cm í þvermál) og sprautið jafnar doppur á alla kökuna og skreytið.

Skreyting
13

Stingið Fingers kexi hér og þar í kökuna og klippið blómin niður. Skreytið með súkkulaðieggjum og blómum að vild.