Þessi kaka er ekki bara ein sú krúttlegasta sem ég hef gert heldur er þetta besta brownie kaka sem ég hef útbúið! NAMMMMMM!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C og klæðið djúpa ofnskúffu með bökunarpappír, spreyið pappírinn vel með matarolíu.
Bræðið saman smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði og leyfið hitanum að rjúka aðeins úr.
Þeytið egg og sykur saman þar til létt og ljóst, bætið þá súkkulaðiblöndunni varlega saman við í mjórri bunu og blandið vel.
Sigtið hveiti, kakó og salt yfir skálina og vefjið saman með sleif þar til vel blandað.
Vefjið að lokum gróft söxuðum súkkulaðieggjunum saman við blönduna, hellið í ofnskúffuna og bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á, ekki blautu deigi.
Kælið kökuna alveg í skúffunni áður en þið dragið hana úr (annars getur hún brotnað).
Teiknið kanínuhöfuð á bökunarpappír. Gott að teikna hring og nota speglunaraðferð til að teikna eyrun. Teiknið yfir kökunni/ofnskúffunni og reynið að nýta kökuna sem best.
Klippið bökunarpappírinn til, festið með tannstönglum, skerið kanínuna út og færið yfir á bretti/disk áður en skreytt er.
Þeytið saman smjör, rjómaost og vanilludropa.
Setjið kakó, flórsykur og salt saman í skál og bætið saman við í nokkrum skömmtum.
Skafið vel niður á milli og þeytið þar til slétt og fallegt krem hefur myndast.
Setjið í sprautupoka með hringlaga stút (um 1 cm í þvermál) og sprautið jafnar doppur á alla kökuna og skreytið.
Stingið Fingers kexi hér og þar í kökuna og klippið blómin niður. Skreytið með súkkulaðieggjum og blómum að vild.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C og klæðið djúpa ofnskúffu með bökunarpappír, spreyið pappírinn vel með matarolíu.
Bræðið saman smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði og leyfið hitanum að rjúka aðeins úr.
Þeytið egg og sykur saman þar til létt og ljóst, bætið þá súkkulaðiblöndunni varlega saman við í mjórri bunu og blandið vel.
Sigtið hveiti, kakó og salt yfir skálina og vefjið saman með sleif þar til vel blandað.
Vefjið að lokum gróft söxuðum súkkulaðieggjunum saman við blönduna, hellið í ofnskúffuna og bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á, ekki blautu deigi.
Kælið kökuna alveg í skúffunni áður en þið dragið hana úr (annars getur hún brotnað).
Teiknið kanínuhöfuð á bökunarpappír. Gott að teikna hring og nota speglunaraðferð til að teikna eyrun. Teiknið yfir kökunni/ofnskúffunni og reynið að nýta kökuna sem best.
Klippið bökunarpappírinn til, festið með tannstönglum, skerið kanínuna út og færið yfir á bretti/disk áður en skreytt er.
Þeytið saman smjör, rjómaost og vanilludropa.
Setjið kakó, flórsykur og salt saman í skál og bætið saman við í nokkrum skömmtum.
Skafið vel niður á milli og þeytið þar til slétt og fallegt krem hefur myndast.
Setjið í sprautupoka með hringlaga stút (um 1 cm í þvermál) og sprautið jafnar doppur á alla kökuna og skreytið.
Stingið Fingers kexi hér og þar í kökuna og klippið blómin niður. Skreytið með súkkulaðieggjum og blómum að vild.