Gómsæt súkkulaðikaka með litlum Cadbury eggjum.
Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita. Kælið lítillega.
Þeytið 4 eggjahvítur saman þar til þær eru orðnar stífar og bætið 100 g af sykri smátt og smátt saman við þar til marengsinn er farinn að glansa.
Takið til hliðar og geymið.
Hrærið 2 eggjum, 4 eggjarauðum og 75 g af sykri vel saman og bætið vanilludropum saman við. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við með sleif. Bætið síðan þeyttu eggjahvítunum varlega saman við.
Látið í smurt 23 cm bökunarform og bakið við 180°C í 35-40 mínútur.
Kælið kökuna og búið ykkur undir að hún falli aðeins í miðjunni.
Bræðið súkkulaðið og kælið lítilega. Þeytið rjómann og bætið vanillu og brædda súkkulaðinu saman við.
Hellið kreminu yfir kökuna og skreytið með súkkulaðieggjum.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki