Print Options:








Páskaísinn

Magn10 skammtar

Þessi ís er einn sá besti, það passar virkilega vel að hafa marengsinn og krönsí súkkulaðiegg í hverjum bita, namm! Þessi ís er tilvalinn eftirréttur um páskana.

Ís
 5 stk eggaðskilin
 100 g púðursykur
 3 tsk vanillusykur
 2 msk Cadbury bökunarkakó
 400 ml þeyttur rjómi
 240 g Cadbury Mini eggs3 pokar
 1 stk brúnn marengsbotnkeyptur tilbúinn
Heit íssósa
 200 g gróft saxað Toblerone
 100 ml rjómi
Ís
1

Takið til smelluform sem er um 22-24 cm í þvermál. Setjið bökunarpappír í botninn og innan á hliðarnar (einnig hægt að nota kökuplast á hliðarnar ef þið eigið slíkt). Fínt að klippa bökunarpappír í langa ræmu sem hægt er að leggja slétta allan hringinn innan á formið (hægt að líma með límbandi til að festa betur).

2

Saxið Cadbury Mini eggin gróft niður, geymið.

3

Bútið marengsbotninn niður í munnstóra bita. Ég keypti tilbúinn brúnan marengsbotn til þess að einfalda lífið en auðvitað gætuð þið notað botn sem þið bakið.

4

Þeytið rjómann og geymið í skál.

5

Þeytið eggjahvíturnar og geymið í skál.

6

Þeytið eggjarauður og púðursykur saman þar til létt og ljóst, bætið þá vanillusykri og bökunarkakó saman við og blandið vel saman.

7

Vefjið næst þeytta rjómanum varlega saman við eggjarauðublönduna með sleikju.

8

Næst má gera það sama við stífþeyttu eggjahvíturnar, vefja þær saman við blönduna með sleikju.

9

Að lokum má taka um helminginn af marengsbitunum og Mini eggjunum og hræra saman við með sleikju og hella blöndunni í smelluformið.

10

Restin af marensbitunum og eggjunum fer síðan ofan á ísinn áður en hann fer í frysti.

11

Frystið ísinn í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt og njótið síðan með heitri íssósu.

Heit íssósa
12

Bræðið saman í potti þar til slétt og þykk íssósa hefur myndast.

13

Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr áður en þið notið sósuna.

Nutrition Facts

Fyrir hvað marga, hvað mörg stykki 10