Páskadesert með marengs, hindberjum og Cadbury mini eggjum

Rating0.0

Fljótlegur og fallegur eftirréttur sem gleður bæði auga og bragðlauk! Fullkominn fyrir páskana – allt sett í litlar skálar og toppað með Cadbury mini eggjum og bræddu hvítu súkkulaði. Þið getið keypt tilbúinn marengsbotn til að einfalda ferlið og einblínt á að njóta.

SharePostSave
Magn1 skammtur
Total Time30 mins
 1 stk Marengsbotn (einfalt og fljótlegt að kaupa tilbúinn)
 4 dl rjómi
 125 g fersk hindber frá Driscoll’s (mest notuð stöppuð, smá tekin frá til að skreyta)
 1 tsk vanilludropar
 3 msk flórsykur
 100 g hvítt súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði
 Cadbury mini egg (eftir smekk)
1

Þeytið rjómann þar til hann fer að þykkna. Bætið vanilludropum og flórsykri saman við og haldið áfram að þeyta þar til hann er stífur og léttur.

2

Stappið um það bil 100 g af hindberjunum og blandið varlega saman við rjómann. Geymið restina (um 25 g) til að toppa með.

3

Myljið marengsbotninn gróft og dreifið í botninn á litlum skálum eða glösum.

4

Setjið hindberjarjómann yfir marengsinn.

5

Toppið með ferskum hindberjum, bræddu hvítu súkkulaði og Cadbury mini eggjum.

6

Berið strax fram eða geymið í kæli þar til eftirréttartíminn kemur og njótið.

Hráefni

 1 stk Marengsbotn (einfalt og fljótlegt að kaupa tilbúinn)
 4 dl rjómi
 125 g fersk hindber frá Driscoll’s (mest notuð stöppuð, smá tekin frá til að skreyta)
 1 tsk vanilludropar
 3 msk flórsykur
 100 g hvítt súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði
 Cadbury mini egg (eftir smekk)

Leiðbeiningar

1

Þeytið rjómann þar til hann fer að þykkna. Bætið vanilludropum og flórsykri saman við og haldið áfram að þeyta þar til hann er stífur og léttur.

2

Stappið um það bil 100 g af hindberjunum og blandið varlega saman við rjómann. Geymið restina (um 25 g) til að toppa með.

3

Myljið marengsbotninn gróft og dreifið í botninn á litlum skálum eða glösum.

4

Setjið hindberjarjómann yfir marengsinn.

5

Toppið með ferskum hindberjum, bræddu hvítu súkkulaði og Cadbury mini eggjum.

6

Berið strax fram eða geymið í kæli þar til eftirréttartíminn kemur og njótið.

Notes

Páskadesert með marengs, hindberjum og Cadbury mini eggjum

Aðrar spennandi uppskriftir