Print Options:








Páskabrownie í pönnu

Magn1 skammtur

Hér er á ferðinni risa brownie kaka í pönnu sem er fullkominn eftirréttur til að deila á páskunum.

 220 g smjör við stofuhita
 150 g púðursykur
 60 g sykur
 130 g brætt dökkt súkkulaði
 2 egg
 1 tsk. vanilludropar
 250 g hveiti
 20 g Cadbury bökunarkakó
 ½ tsk. salt
 300 g Cadbury Mini Eggs (söxuð gróft)
1

Hitið ofninn í 170°C.

2

Þeytið saman smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.

3

Bræðið súkkulaðið og blandið því saman við smjörblönduna ásamt vanilludropunum.

4

Bætið eggjunum út í, einu í einu og skafið niður á milli.

5

Blandið saman hveiti, bökunarkakó og salti og setjið saman við, skafið niður á milli.

6

Að lokum má setja um ½ af súkkulaðieggjunum út í deigið, smyrja eldfasta pönnu, mót eða bökunarform vel með smjöri og jafna deigið þar í.

7

Restinni af súkkulaðieggjunum má strá yfir deigið og baka síðan kökuna í um 30 mínútur.

8

Best er að bera kökuna fram volga með ís eða rjóma.