Þetta er skemmtileg blanda af hráefnum og almáttugur hvað þetta fór allt vel saman!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að affrysta rækjurnar, skola þær og þerra. Blandið þeim þá saman í skál með um 4 matskeiðum af grillolíu og leyfið að marinerast á meðan annað er undirbúið.
Sjóðið kartöflurnar í um 30 mínútur eða þar til þær eru nánast soðnar í gegn (tími fer eftir stærð).
Sjóðið maísstönglana í um 8 mínútur, skerið hvern niður í 4-5 bita og leggið til hliðar.
Bræðið smjör í potti, kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti, penslið vel yfir maísbitana og kartöflurnar (geymið restina fyrir naanbrauðið).
Búið til skálar úr tvöföldum álpappír (ég gerði tvo ílanga „báta“ þar sem ég kramdi saman endana.
Setjið ofan í álpappírinn rækjur, niðurskornar pylsur, kartöflur og maísbita. Penslið aðeins meiri grillolíu yfir (magn smekksatriði), stráið saxaðri steinselju yfir allt og blandið aðeins saman. Lokið þá „álpappírsbátunum“ vel (ég setti lag af álpappír yfir) og setjið á heitt grill í 15 mínútur.
Á meðan er hægt að undirbúa naanbrauðið. Raðið brauðunum á álpappír/bakka, penslið vel með restinni af hvítlaukssmjörinu og stráið smá cheddarosti yfir.
Bakið á grillinu síðustu þrjár mínúturnar og berið fram með matnum.
Hægt er að bera réttinn fram beint í álpappírnum eða hella honum í annað ílát. Ef það er gert er mikilvægt að ná öllum safanum með. Skerið sítrónuna niður og dreifið um bakkann og kreistið yfir að vild.
Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að affrysta rækjurnar, skola þær og þerra. Blandið þeim þá saman í skál með um 4 matskeiðum af grillolíu og leyfið að marinerast á meðan annað er undirbúið.
Sjóðið kartöflurnar í um 30 mínútur eða þar til þær eru nánast soðnar í gegn (tími fer eftir stærð).
Sjóðið maísstönglana í um 8 mínútur, skerið hvern niður í 4-5 bita og leggið til hliðar.
Bræðið smjör í potti, kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti, penslið vel yfir maísbitana og kartöflurnar (geymið restina fyrir naanbrauðið).
Búið til skálar úr tvöföldum álpappír (ég gerði tvo ílanga „báta“ þar sem ég kramdi saman endana.
Setjið ofan í álpappírinn rækjur, niðurskornar pylsur, kartöflur og maísbita. Penslið aðeins meiri grillolíu yfir (magn smekksatriði), stráið saxaðri steinselju yfir allt og blandið aðeins saman. Lokið þá „álpappírsbátunum“ vel (ég setti lag af álpappír yfir) og setjið á heitt grill í 15 mínútur.
Á meðan er hægt að undirbúa naanbrauðið. Raðið brauðunum á álpappír/bakka, penslið vel með restinni af hvítlaukssmjörinu og stráið smá cheddarosti yfir.
Bakið á grillinu síðustu þrjár mínúturnar og berið fram með matnum.
Hægt er að bera réttinn fram beint í álpappírnum eða hella honum í annað ílát. Ef það er gert er mikilvægt að ná öllum safanum með. Skerið sítrónuna niður og dreifið um bakkann og kreistið yfir að vild.