fbpx

Partýbakki fyrir Hrekkjavökuna

Hér eru á ferðinni uppskriftir og hugmyndir sem allir ættu að ráða við að gera, svo lengi sem þeir hafa smá þolinmæði og nennu fyrir því að raða fallega saman. Hér er bæði snarl sem er matarkyns, grænmeti og ávextir í bland við kex, snakk og sælgæti þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Oreo köngulær
 OREO kex
 Gamaldags lakkrís
 Hrekkjavökuaugu
Múmíupylsur
 Pylsur (gott að miða við 1 á mann)
 Tilbúið pizzadeig (upprúllað)
 Hrekkjavökuaugu
 Hunt‘s tómatsósa
 Heinz sinnep
Eplatennur
 Epli
 Hnetusmjör
 Litlir sykurpúðar
Hrískökumúmíur
 60 g smjör
 260 g sykurpúðar
 150 g Rice Krispies/blásið hrísmorgunkorn
 Pam matarolíusprey
 300 g hvítt súkkulaði
 Hrekkjavökuaugu

Leiðbeiningar

Oreo köngulær
1

Skerið lakkrísplöturnar niður í mjóa strimla (fyrir köngulóarfætur).

2

Ýtið varlega í kremið með tannstöngli á fjórum stöðum sitthvoru megin til að gera smá holu fyrir lakkrísinn/fæturna.

3

Stingið lakkrísnum í og kroppið smá meira krem í tannstöngulinn til þess að setja á augun og festa þau með því.

Múmíupylsur
4

Hitið ofninn í 200°C.

5

Rúllið pizzadeigið út og skerið niður mjóa strimla með pizzahníf til að vefja utan um pylsurnar.

6

Vefjið 2-3 strimlum utan um hverja pylsu og reynið að láta endana snúa niður, raðið á bökunarplötu og bakið í 10 mínútur eða þar til deigið fer að gyllast.

7

Augun festi ég eftirá með mví að setja smá tómatsósu á þau og „líma“ við.

8

Sprautið tómatsósu í skál, sprautið sinnepi í miðjuna og nokkra hringi til viðbótar. Takið síðan tannstöngul og dragið frá miðjunni og út að brún skálarinnar, þá myndast „köngulóarvefur“.

Eplatennur
9

Skerið eplin niður í sneiðar.

10

Smyrjið hnetusmjöri á aðra hliðina á báðum sneiðunum.

11

Raðið sykurpúðum ofan á hnetusmjörið á annarri sneiðinni til að búa til tennur og leggið hina sneiðina ofan á.

Hrískökumúmíur
12

Klæðið um 25 x 25 cm kökuform að innan með bökunarpappír og spreyjið næst með smá matarolíuspreyji svo auðveldara verði að ná kökunni úr til að skera hana í bita.

13

Bræðið smjör í potti við vægan hita.

14

Blandið sykurpúðunum saman við og hrærið þar til þeir hafa bráðnað saman við smjörið og loftkennd blanda myndast.

15

Takið af hellunni og hrærið hrísmorgunkorninu saman við. Blandan minnir smá á klístraðan köngulóarvef og þannig á hún einmitt að vera.

16

Setjið nú alla blönduna yfir í kökuformið og þjappið niður með sleif, gott er að setja smá matarolíusprey á sleifina líka svo hún klístrist síður við.

17

Þjappið niður eins og þið getið og sléttið úr toppnum, kælið síðan í um 30 mínútur.

18

Nú ætti blandan að vera orðin stíf í sér og auðvelt að lyfta henni á bökunarpappírnum upp úr forminu yfir á borð/bretti. Skerið kökuna í tvennt og því næst í ílanga bita, blandan gefur um 16 „múmíur“.

19

Bræðið hvíta súkkulaðið og dýfið hverri múmíu ofan í það (c.a 1/3 af kökunni), leggið á bökunarpappír og setjið hrekkjavökuaugu í súkkulaðið áður en það storknar.

20

Þegar búið er að dýfa öllum kökunum og setja á þær augu má nota restina af súkkulaðinu og renna því óreglulega yfir, þvers og kruss til að klára að útbúa múmíu.


DeilaTístaVista

Hráefni

Oreo köngulær
 OREO kex
 Gamaldags lakkrís
 Hrekkjavökuaugu
Múmíupylsur
 Pylsur (gott að miða við 1 á mann)
 Tilbúið pizzadeig (upprúllað)
 Hrekkjavökuaugu
 Hunt‘s tómatsósa
 Heinz sinnep
Eplatennur
 Epli
 Hnetusmjör
 Litlir sykurpúðar
Hrískökumúmíur
 60 g smjör
 260 g sykurpúðar
 150 g Rice Krispies/blásið hrísmorgunkorn
 Pam matarolíusprey
 300 g hvítt súkkulaði
 Hrekkjavökuaugu

Leiðbeiningar

Oreo köngulær
1

Skerið lakkrísplöturnar niður í mjóa strimla (fyrir köngulóarfætur).

2

Ýtið varlega í kremið með tannstöngli á fjórum stöðum sitthvoru megin til að gera smá holu fyrir lakkrísinn/fæturna.

3

Stingið lakkrísnum í og kroppið smá meira krem í tannstöngulinn til þess að setja á augun og festa þau með því.

Múmíupylsur
4

Hitið ofninn í 200°C.

5

Rúllið pizzadeigið út og skerið niður mjóa strimla með pizzahníf til að vefja utan um pylsurnar.

6

Vefjið 2-3 strimlum utan um hverja pylsu og reynið að láta endana snúa niður, raðið á bökunarplötu og bakið í 10 mínútur eða þar til deigið fer að gyllast.

7

Augun festi ég eftirá með mví að setja smá tómatsósu á þau og „líma“ við.

8

Sprautið tómatsósu í skál, sprautið sinnepi í miðjuna og nokkra hringi til viðbótar. Takið síðan tannstöngul og dragið frá miðjunni og út að brún skálarinnar, þá myndast „köngulóarvefur“.

Eplatennur
9

Skerið eplin niður í sneiðar.

10

Smyrjið hnetusmjöri á aðra hliðina á báðum sneiðunum.

11

Raðið sykurpúðum ofan á hnetusmjörið á annarri sneiðinni til að búa til tennur og leggið hina sneiðina ofan á.

Hrískökumúmíur
12

Klæðið um 25 x 25 cm kökuform að innan með bökunarpappír og spreyjið næst með smá matarolíuspreyji svo auðveldara verði að ná kökunni úr til að skera hana í bita.

13

Bræðið smjör í potti við vægan hita.

14

Blandið sykurpúðunum saman við og hrærið þar til þeir hafa bráðnað saman við smjörið og loftkennd blanda myndast.

15

Takið af hellunni og hrærið hrísmorgunkorninu saman við. Blandan minnir smá á klístraðan köngulóarvef og þannig á hún einmitt að vera.

16

Setjið nú alla blönduna yfir í kökuformið og þjappið niður með sleif, gott er að setja smá matarolíusprey á sleifina líka svo hún klístrist síður við.

17

Þjappið niður eins og þið getið og sléttið úr toppnum, kælið síðan í um 30 mínútur.

18

Nú ætti blandan að vera orðin stíf í sér og auðvelt að lyfta henni á bökunarpappírnum upp úr forminu yfir á borð/bretti. Skerið kökuna í tvennt og því næst í ílanga bita, blandan gefur um 16 „múmíur“.

19

Bræðið hvíta súkkulaðið og dýfið hverri múmíu ofan í það (c.a 1/3 af kökunni), leggið á bökunarpappír og setjið hrekkjavökuaugu í súkkulaðið áður en það storknar.

20

Þegar búið er að dýfa öllum kökunum og setja á þær augu má nota restina af súkkulaðinu og renna því óreglulega yfir, þvers og kruss til að klára að útbúa múmíu.

Partýbakki fyrir Hrekkjavökuna

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Eggaldin bruschetturHér erum við með ótrúlega skemmtilegar glútenlausar eggaldin bruschettur sem henta vel fyrir þá sem vilja minnka eða sneiða framhjá…