Bragðgóð, holl og kraftmikil súpa.
Rauðu paprikurnar eru skornar í smáa bita, gulrótin flysjuð og skorin í bita og laukurinn afhýddur og saxaður fínt.
Olían er hituð í potti og laukurinn steiktur þar til hann verður glær.
Paprikum og gulrót bætt út í og steikt í nokkrar mínútur.
Grænmetissoðinu er þá bætt út í og grænmetið látið malla í um 10 mín. með lokið á pottinum eða þar til það er orðið mjúkt.
Á meðan má skera gulu paprikuna í smáa bita.
Hita olíu á pönnu og setja paprikuna og kasjúbrotin út á.
Bætið chillimauki við ásamt 2 msk af vatni og hrærið í á meðan mallar, þar til vökvinn gufar upp.
Örlitlu salti er bætt við og pönnunni haldið heitri.
Maukið súpuna ásamt 100 g sýrðum rjóma og 2 msk af ristuðum kasjúhnetum með töfrasprota eða blandara.
Bætið chilliblöndunni við súpuna og smakkið til með salti og pipar.
Berið súpuna fram með slettu af sýrðum rjóma útí ásamt graslauk.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
4