img_8045
img_8045

Panna cotta með Dumle og karamelliseruðum hnetum

  

nóvember 27, 2015

Hentugur og hátíðlegur eftirréttur með Dumle karamellum.

Hráefni

4 dl rjómi

½ dl sykur

2 ½ matarlímsblöð

1 poki Dumle orginal (120 g)

1/2 dl hnetur (t.d. heslihnetur og/eða kasjúhnetur)

1 msk sykur (fyrir hneturnar)

1 tsk smjör

ber til skreytingar

Leiðbeiningar

1Matarlímsblöðin eru lögð í skál með köldu vatni í minnst 5 mínútur. Rjómi og sykur sett í pott og látið ná suðu. Þá er potturinn tekinn af hellunni og Dumle molunum bætt út í pottinn. Hrært þar til þeir hafa hafa bráðnað. Því næst er vökvinn kreistur úr matarlímsblöðunum, þeim bætt út í pottinn og hrært þar til þau hafa leyst upp. Hellt í þrjár skálar eða bolla og kælt í ísskáp í minnst 2 klukkutíma.

2Hneturnar eru settar á pönnu ásamt sykri og smöri við meðalhita, hrært stöðugt í blöndunni. Þegar sykurinn hefur brúnast og hneturnar karamelliseras er þeim hellt á bökunarpappír og leyft að kólna. Þegar hneturnar eru orðnar kaldar eru þær saxaðar niður gróft og dreift yfir panna cotta. Skreytt með berjum að vild.

Uppskrift frá Dröfn á Eldhússögum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

toblerone-ostakaka

Toblerone ostakaka með hindberjakeim

Þegar Oreo, Toblerone, rjómi og hindber koma saman getur líklega lítið klikkað!

DSC06178

OREO pönnukökur

OREO pönnukökur með kerm-fyllingu og bræddu súkkulaði.

DSC06167

Toblerone Tiramisu

Toblerone tiramisu, þarf að segja eitthvað fleira?