Print Options:








Palak tófu

Magn1 skammtur

Indverskt tófú frá grunni.

Tófúið
 1-2 msk olía til steikingar
 2x450 gr Singh Tahoe tófú (þetta í hvítu pökkunum)
 1 geiralaus hvítlaukur
 1 msk cumin
 1 msk malaður kóríander
 2 tsk papríkukrydd
Sósan
 4 tómatar
 1 geiralaus hvítlaukur
 1 rauður chili
 6 cm engifer
 200 gr spínatkál
 2 bollar Oatly haframatreiðslurjómi
Dressing
 1/2 tsk kanill
 1 tsk papríkukrydd
 1 msk garamasala
 2 dl Oatly hrein jógúrt (þessi hvíta og bláa)
 1-1 1/2 tsk salt
Meðlæti
 Tilda hrísgrjón
1

Byrjið á að þerra tófúið léttilega, skera það í teninga og steikja í olíu (það þarf minni olíu ef notuð er panna sem ekkert festist á). Bætið svo hvítlauk og kryddum útá og steikið í nokkrar mínútur og blandið vel við kryddin.

2

Næst er sósan útbúin með því að setja allt sem á að vera í sósunni saman í blender! Ef blenderinn er lítill er hægt að gera hana í skömmtum því allt blandast svo saman í pottinum.

3

Hellið sósunni útá tófúið og leyfið að malla í um 10 mínútur. Bætið svo restinni af kryddum og jógúrtinni útí og leyfið að malla í nokkrar mínútur í viðbót.

4

Berið fram með hrísgrjónum og jafnvel vegan naan brauði með hvítlauksolíu.