Ostakökudesert með hindberjasósu

Dásamlegur eftirréttur.

 2 dósir Philadelpia rjómaostur (400 g)
 1 dós grísk jógúrt (350 ml)
 1 dl rjómi
 1 vanillustöng, klofin og fræin skafin úr
 2 tsk vanillusykur
 1/2 dl flórsykur
 300 g Digestive kex
 300 g frosin hindber, afþýdd
 1.5 msk sykur
 ber til skreytingar (t.d. hindber og bláber)
 fersk myntublöð (má sleppa)

1

Rjómaostur, grísk jógúrt og rjómi er þeytt saman ásamt fræjunum úr vanillustönginni, vanillusykri, flórsykri og 100 grömmum af hindberjunum þar til blandan verður kremkennd.

2

Digestive kexið er mulið smátt. Afgangnum af hindberjunum (200 grömm) eru maukuð vel með gaffli og sykrinum bætt út í. Ef sósan verður mjög þykk er hægt að þynna hana með örlitlu vatni.

3

Því næst er öllum hráefnunum blandað í sex skálar – einnig er hægt að setja allt í eina stóra skál. Best er að byrja á því að dreifa hluta af mulda kexinu í botinn, þá rjómaostablöndunni og loks hindberjasósunni. Þetta er endurtekið um það bil tvisvar eða þar til hráefnin eru búin.

4

Að lokum er skeytt með berjum og jafnvel ferskum myntublöðum.