Ostakaka með TUC kexi í glösum

    

janúar 29, 2021

Einföld og bragðgóð ostakaka sem allir elska!

  • Fyrir: 4-6

Hráefni

1 pakkning Tuc kex

100 g brætt smjör

2 ½ dl rjómi

200 g Philadelphia rjómaostur

2 msk flórsykur

100 g Milka toffee creme

2 msk rjómi

Fersk ber

Leiðbeiningar

1Bræðið Milka toffee creme í potti ásamt 2 msk rjóma og blandið saman. Takið til hliðar og látið kólna.

2Bræðið smjörið. Myljið Tuc kexið í matvinnsluvél og hrærið saman við smjörið.

3Dreifið blöndunni í falleg glös.

4Setjið í kæli á meðan þið gerið rjómaostablönduna.

5Hrærið saman rjómaosti og flórsykri. Hellið Milka súkkulaðinu saman við og hrærið.

6Þeytið rjóma og blandið saman við rjómaostablönduna.

7Dreifið blönduna ofan á tuc kexið og kælið.

8Toppið kökuna með berjum og Milka toffee creme mulningi.

Uppskrift eftir Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Einföld skúffukaka

Góð skúffukaka er algjör klassík! Það má síðan sannarlega skreyta hana eftir tilefni og nú þegar Hrekkjavakan nálgast var gaman að leika sér með beinagrindahlaup og Oreo til að búa til „mold“ yfir kremið.

Vegan New York ostakaka með jarðarberjum

Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa og bera fram með jarðarberjum....

Ofur einfaldir hollir og lífrænir frostpinnar

Hér höfum við ofur einfalda holla og lífræna frostpinnum sem slóu rækilega í gegn hjá mínum strump. Þessir safar eru æði!