Ostakaka með TUC kexi í glösum

    

janúar 29, 2021

Einföld og bragðgóð ostakaka sem allir elska!

  • Fyrir: 4-6

Hráefni

1 pakkning Tuc kex

100 g brætt smjör

2 ½ dl rjómi

200 g Philadelphia rjómaostur

2 msk flórsykur

100 g Milka toffee creme

2 msk rjómi

Fersk ber

Leiðbeiningar

1Bræðið Milka toffee creme í potti ásamt 2 msk rjóma og blandið saman. Takið til hliðar og látið kólna.

2Bræðið smjörið. Myljið Tuc kexið í matvinnsluvél og hrærið saman við smjörið.

3Dreifið blöndunni í falleg glös.

4Setjið í kæli á meðan þið gerið rjómaostablönduna.

5Hrærið saman rjómaosti og flórsykri. Hellið Milka súkkulaðinu saman við og hrærið.

6Þeytið rjóma og blandið saman við rjómaostablönduna.

7Dreifið blönduna ofan á tuc kexið og kælið.

8Toppið kökuna með berjum og Milka toffee creme mulningi.

Uppskrift eftir Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

OREO ís

Einfaldur OREO ís sem öll fjölskyldan elskar.

Heitur eplamulningur með hvítu súkkulaði

Einfaldur eftirréttur sem tekur stutta stunda að gera, allt í eitt eldfast mót.

Karamellu marengskökur

Litlar karamellu marengskökur sem bræða hjartað.