Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!
Skerið rababarann í 2 cm bita. Látið í pott ásamt sykri, sítrónusafa og vatni.
Látið malla við vægan hita þar til sykurinn er bráðinn og rabararinn farinn að mýkjast. Kælið.
Hrærið rjómaost og rjóma saman.
Bætið flórsykri, vanillusykri og safa í 1 límónu saman við.
Hrærið þar til kremið hefur þykknað.
Myljið hafrakex í botn á fjórum skálum.
Látið ostakökukrem yfir og rababarasósu yfir það.
Myljið hafrakex yfir rababarasósuna.
Látið ostakökukrem næst yfir og endið á að láta saxað hvítt Toblerone yfir allt og berið fram.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki