fbpx

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Rababarasósa
 500 g rabbabarar (stilkar)
 2 dl sykur
 safi úr 1 sítrónu
 2 msk vatn
Ostakökukrem
 400 g Philadelphia rjómaostur
 1 1/2 dl rjómi
 1 1/2 dl flórsykur
 2 tsk vanillusykur
 safi úr 1 límónu (lime)
Annað
 100 g hvítt Toblerone
 LU Digestive classic hafrakex

Leiðbeiningar

Rababarasósa
1

Skerið rababarann í 2 cm bita. Látið í pott ásamt sykri, sítrónusafa og vatni.

2

Látið malla við vægan hita þar til sykurinn er bráðinn og rabararinn farinn að mýkjast. Kælið.

Ostakökukrem
3

Hrærið rjómaost og rjóma saman.

4

Bætið flórsykri, vanillusykri og safa í 1 límónu saman við.

5

Hrærið þar til kremið hefur þykknað.

Annað
6

Myljið hafrakex í botn á fjórum skálum.

7

Látið ostakökukrem yfir og rababarasósu yfir það.

8

Myljið hafrakex yfir rababarasósuna.

9

Látið ostakökukrem næst yfir og endið á að láta saxað hvítt Toblerone yfir allt og berið fram.


Uppskrift frá Berglindi á grgs.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Rababarasósa
 500 g rabbabarar (stilkar)
 2 dl sykur
 safi úr 1 sítrónu
 2 msk vatn
Ostakökukrem
 400 g Philadelphia rjómaostur
 1 1/2 dl rjómi
 1 1/2 dl flórsykur
 2 tsk vanillusykur
 safi úr 1 límónu (lime)
Annað
 100 g hvítt Toblerone
 LU Digestive classic hafrakex

Leiðbeiningar

Rababarasósa
1

Skerið rababarann í 2 cm bita. Látið í pott ásamt sykri, sítrónusafa og vatni.

2

Látið malla við vægan hita þar til sykurinn er bráðinn og rabararinn farinn að mýkjast. Kælið.

Ostakökukrem
3

Hrærið rjómaost og rjóma saman.

4

Bætið flórsykri, vanillusykri og safa í 1 límónu saman við.

5

Hrærið þar til kremið hefur þykknað.

Annað
6

Myljið hafrakex í botn á fjórum skálum.

7

Látið ostakökukrem yfir og rababarasósu yfir það.

8

Myljið hafrakex yfir rababarasósuna.

9

Látið ostakökukrem næst yfir og endið á að láta saxað hvítt Toblerone yfir allt og berið fram.

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Aðrar spennandi uppskriftir