Ostakaka með bláum berjum

Ljómandi góð ostakaka með berjum og LU kexi.

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 ¾ pk Lu digestive kex
 40 gr smjör
 500 ml þeyttur rjómi
 300 gr Philadelphia rjómaostur (við stofuhita)
 1,5 dl flórsykur
 2 tsk vanillusykur
 4 dl Driscoll‘s bláber og brómber í bland (maukað)
 Bláber og brómber til skrauts

Leiðbeiningar

1

Myljið kexið í matvinnsluvél/blandara/með kökukefli.

2

Bræðið smjörið og blandið saman við kexið og setjið til hliðar.

3

Þeytið rjómann upp í topp og geymið.

4

Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanillusykur þar til létt.

5

Blandið þeytta rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna.

6

Skiptið blöndunni jafnt í tvær skálar.

7

Maukið berin og blandið varlega saman við annan helminginn af rjómaostablöndunni með sleif.

Samsetning
8

Setjið kúfaða matskeið af kexmylsnu í botninn á hverju glasi.

9

Setjið hvítu blönduna í sprautupoka/zip lock og skiptið á milli glasanna, gott er að jafna úr blöndunni með lítilli skeið svo hún verði þétt og falleg í glasinu og nái út í kantana.

10

Stráið nokkrum berjum ofan á áður en berjablöndunni er sprautað þar yfir (skiptið einnig jafnt á milli og þéttið með skeið).

11

Skreytið með berjum.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí og gersemar.

SharePostSave

Hráefni

 ¾ pk Lu digestive kex
 40 gr smjör
 500 ml þeyttur rjómi
 300 gr Philadelphia rjómaostur (við stofuhita)
 1,5 dl flórsykur
 2 tsk vanillusykur
 4 dl Driscoll‘s bláber og brómber í bland (maukað)
 Bláber og brómber til skrauts
Ostakaka með bláum berjum

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Bananaís með vanilluEf það hefur einhvertíman verið veður fyrir ís þá var það svo sannarlega í dag, vonum að spáin haldi áfram…
blank
MYNDBAND
Djúpsteikt OREOVinsælasti eftirréttur Fjallkonunnar frá opnun. Uppskriftin miðar við 8 OREO kökur í hvern skammt sem eftirréttur. Nú getur þú loksins…