fbpx

Ostakaka með bláum berjum

Ljómandi góð ostakaka með berjum og LU kexi.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 ¾ pk Lu digestive kex
 40 gr smjör
 500 ml þeyttur rjómi
 300 gr Philadelphia rjómaostur (við stofuhita)
 1,5 dl flórsykur
 2 tsk vanillusykur
 4 dl Driscoll‘s bláber og brómber í bland (maukað)
 Bláber og brómber til skrauts

Leiðbeiningar

1

Myljið kexið í matvinnsluvél/blandara/með kökukefli.

2

Bræðið smjörið og blandið saman við kexið og setjið til hliðar.

3

Þeytið rjómann upp í topp og geymið.

4

Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanillusykur þar til létt.

5

Blandið þeytta rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna.

6

Skiptið blöndunni jafnt í tvær skálar.

7

Maukið berin og blandið varlega saman við annan helminginn af rjómaostablöndunni með sleif.

Samsetning
8

Setjið kúfaða matskeið af kexmylsnu í botninn á hverju glasi.

9

Setjið hvítu blönduna í sprautupoka/zip lock og skiptið á milli glasanna, gott er að jafna úr blöndunni með lítilli skeið svo hún verði þétt og falleg í glasinu og nái út í kantana.

10

Stráið nokkrum berjum ofan á áður en berjablöndunni er sprautað þar yfir (skiptið einnig jafnt á milli og þéttið með skeið).

11

Skreytið með berjum.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí og gersemar.

DeilaTístaVista

Hráefni

 ¾ pk Lu digestive kex
 40 gr smjör
 500 ml þeyttur rjómi
 300 gr Philadelphia rjómaostur (við stofuhita)
 1,5 dl flórsykur
 2 tsk vanillusykur
 4 dl Driscoll‘s bláber og brómber í bland (maukað)
 Bláber og brómber til skrauts

Leiðbeiningar

1

Myljið kexið í matvinnsluvél/blandara/með kökukefli.

2

Bræðið smjörið og blandið saman við kexið og setjið til hliðar.

3

Þeytið rjómann upp í topp og geymið.

4

Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanillusykur þar til létt.

5

Blandið þeytta rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna.

6

Skiptið blöndunni jafnt í tvær skálar.

7

Maukið berin og blandið varlega saman við annan helminginn af rjómaostablöndunni með sleif.

Samsetning
8

Setjið kúfaða matskeið af kexmylsnu í botninn á hverju glasi.

9

Setjið hvítu blönduna í sprautupoka/zip lock og skiptið á milli glasanna, gott er að jafna úr blöndunni með lítilli skeið svo hún verði þétt og falleg í glasinu og nái út í kantana.

10

Stráið nokkrum berjum ofan á áður en berjablöndunni er sprautað þar yfir (skiptið einnig jafnt á milli og þéttið með skeið).

11

Skreytið með berjum.

Ostakaka með bláum berjum

Aðrar spennandi uppskriftir