Print Options:








Ostakaka með appelsínukeim

Magn8 skammtar

Appelsínukeimurinn alveg dásamlegur og þessi samsetning skemmtileg tilbreyting fyrir bragðlaukana.

Botn
 1 stk pakki Lu Bastogne Duo kex
 40 g smjör
 Pam matarolíusprey
Fylling
 Safi og börkur úr einni appelsínu
 4 stk matarlímsblöð
 500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 180 g sykur
 Fræ úr einni vanillustöng
 200 g hvítt Toblerone
 250 ml þeyttur rjómi
Botn
1

Myljið kexið í matvinnsluvél, bræðið smjörið og hrærið saman.

2

Klæðið um 20 cm breitt smelluform með bökunarpappír í botninn.

3

Spreyið matarolíuspreyi allan hringinn að innan og þjappið kexinu í botninn og upp á hliðarnar.

4

Kælið á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling
5

Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í um fimm mínútur.

6

Setjið appelsínusafa og börk í lítinn pott (ég náði um 140 ml appelsínusafa úr einni appelsínu).

7

Hitið að suðu, lækkið svo niður hitann og vindið matarlímsblöðin út í safann, eitt í einu og hrærið vel á milli. Hellið í aðra skál og leyfið að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.

8

Bræðið Toblerone og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.

9

Þeytið saman rjómaost, sykur og fræ úr vanillustöng, skafið niður á milli.

10

Bætið bræddu Toblerone ásamt appelsínublöndunni varlega saman við.

11

Að lokum má vefja þeytta rjómanum saman við þar til vel blandað.

12

Hellið fyllingunni yfir kexbotninn og kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt (þá er gott að plasta formið).

13

Þegar kakan hefur verið í kælinum er gott að renna rökum hníf meðfram hliðunum til að hún festist ekki við formið, smella hliðunum frá og losa botninn með stórum hníf/spaða/kökulyftara.

14

Fallegt er að setja kökuna á kökudisk og skreyta með ferskum blómum eða því sem ykkur dettur í hug.

Nutrition Facts

Fyrir hvað marga, hvað mörg stykki 8