Ostakaka frá himnum

  ,   

nóvember 8, 2019

Ostakaka send beint frá himnum, þessi er algjör veisla!

Hráefni

Botn

90 g smjör

20 stk OREO kex

Ostakaka

900 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita

260 g flórsykur

4 stk gelatínblöð (og 70 ml vatn)

Fræ úr einni vanillustöng

200 g Milka-Oreo Sandwich súkkulaði

300 ml rjómi

Súkkulaðihjúpur

100 g saxað suðusúkkulaði

60 ml rjómi

Leiðbeiningar

Botn

1Bræðið smjörið og myljið kexið í matvinnsluvél/blandara.

2Hrærið smjörinu og kexmylsnunni saman þar til vel blandað.

3Klæðið botninn á springformi (um 18 cm í þvermál) með bökunarpappír og spreyið það allt að innan með matarolíuspreyi.

4Hellið Oreoblöndunni í botninn, þrýstið jafnt yfir botninn og aðeins upp á kantana, setjið í kæli á meðan ostakakan er útbúin.

Ostakaka

1Leggið gelatínblöðin í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur. Hitið á meðan 70 ml af vatni og vindið þá gelatínblöðin upp úr kalda vatninu, eitt í einu og hrærið saman við sjóðandi vatnið þar til þau leysast alveg upp.

2Hellið gelatínblöndunni í skál til þess hún nái stofuhita á meðan annað er útbúið.

3Þeytið 300 ml af rjóma og leggið til hliðar.

4Saxið Milka-Oreo sandwich súkkulaði niður og geymið.

5Þeytið rjómaostinn þar til hann verður rjómakenndur og bætið þá flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum, bætið fræjum úr vanillustönginni saman við.

6Þá fer gelatínblandan saman við og næst má vefja rjómanum varlega saman við allt.

7Að lokum fer saxaða Milka-Oreo súkkulaðið í blönduna og það má vefja því varlega inn í hana og síðan hella allri blöndunni ofan á Oreobotninn.

8Gott er að kæla kökuna á þessu stigi í að minnsta kosti 4 klst í ísskáp eða yfir nótt áður en súkkulaðihjúpurinn er settur ofan á.

Súkkulaðihjúpur

1Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað suðusúkkulaði í lítilli skál.

2Pískið saman þar til súkkulaðið er uppleyst og hellið þá yfir kalda og stífa ostakökuna.

3Geymið í kæli í að minnsta kosti klukkustund áður en springformið er losað frá kökunni og hún skreytt með ferskum blómum.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dumle Karamellubitar

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

„S‘mores brownies“

Um er að ræða útfærslu af S’mores brúnku sem ég bætti nýja uppáhalds namminu mínu við og útkoman varð algjör sprengja!

Súkkulaði- og kókoskaka án hveitis

Æðisleg kaka með kókos og súkkulaði.