Print Options:
Ostakaka á 10 mínútum

Magn1 skammturTími í undirbúning10 mins

Hátíðleg ostakaka sem auðvelt er að gera.

 1 pakki Lu Bastogne kanilkex
 400 g Philadelphia rjómaostur
 1 dl flórsykur
 2 tsk Torsleff‘s vanillusykur
 2 msk sítrónusafi
 ½ l rjómi, þeyttur
 1 bolli granatepli
 150 g Toblerone súkkulaði
 Ber eftir smekk
1

Grófmyljið kexið og setjið í botninn á fati.

2

Þeytið rjómaost, flórsykur, vanilluduft og sítrónusafa vel saman í hrærivél.

3

Blandið þeytta rjómanum saman við rjómaostblönduna.

4

Setjið blönduna ofan á kexmulninginn.

5

Skreytið með granateplum og söxuðu Toblerone.

6

Kælið.