Ostakaka á 10 mínútum

    

nóvember 12, 2019

Hátíðleg ostakaka sem auðvelt er að gera.

  • Undirbúningur: 10 mín
  • 10 mín

    10 mín

Hráefni

1 pakki Lu Bastogne kanilkex

400 g Philadelphia rjómaostur

1 dl flórsykur

2 tsk Torsleff‘s vanillusykur

2 msk sítrónusafi

½ l rjómi, þeyttur

1 bolli granatepli

150 g Toblerone súkkulaði

Ber eftir smekk

Leiðbeiningar

1Grófmyljið kexið og setjið í botninn á fati.

2Þeytið rjómaost, flórsykur, vanilluduft og sítrónusafa vel saman í hrærivél.

3Blandið þeytta rjómanum saman við rjómaostblönduna.

4Setjið blönduna ofan á kexmulninginn.

5Skreytið með granateplum og söxuðu Toblerone.

6Kælið.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

OREO kleinuhringir

OREO kleinuhringir með rjómaostakremi sem klikkar ekki!

Gulrótar rúlluterta með rjómaostakremi og Dumle Karamellu sósu

Dúnmjúk gulrótarkaka með silkimjúku rjómaostakremi og dásamlegri karamellusósu.

Blaut karamellu kaka

Blaut karamellu kaka sem bráðnar upp í manni og skilur mann eftir í alsælu!