Ostaka í krukku með kókös- og möndlusmjöri og haframulningi

  

apríl 3, 2021

Ostakaka með möndlusmjöri, haframulningi og ferskum berjum sem er aðeins í hollari kantinum

  • Fyrir: 4

Hráefni

1 dós Philadelphia rjómaostur

2 dl rjómi

4 msk kókos og möndlusmjör með döðlum frá Rapunzel

Smátt skorin hindber eftir smekk

Smátt skorin jarðaber eftir smekk

Ristaðar möndluflögur, má sleppa

Haframulningur

1 1/2 dl grófar hafraflögur frá Rapunzel

½ dl spelt

½ dl kristallaður hrásykur frá Rapunzel

80 g smjör

Leiðbeiningar

1Byrjið á því útbúa haframulninginn. Skerið smjörið í litla bita og blandið öllu saman með höndunum. Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 15-17 mínútur við 190°C eða þar til blandan verður gyllt og stökk. Það þarf að hræra í blöndunni nokkrum sinnum á meðan hún er að bakast.

2Hrærið saman rjómaosti og kókos-og möndlusmjöri.

3Þeytið rjóma og blandið saman við rjómaosta blönduna.

4Dreifið 1-2 msk af haframulningi í botninn á krukku eða glasi. Því næst dreifið 2-3 msk af rjómaosta blöndunni og svo berjum eftir smekk. Dreifið aftur haframulningi, rjómaosta blöndunni og berjum. Skreytið með smá haframulningi og möndlu-og kókosmjöri.

Uppskrift frá Hildi Rut á trendnet.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Marengs í krukku með Dumle

Ofureinfaldur eftirréttur sem auðvelt er að græja með stuttum fyrirvara

Sykurlaus lakkrís ís

Lakkrís ísinn sem slær öll met! Einfaldur en afar ljúfengur.
Heita súkkulaði og lakkríssósan er himneskt útá hvaða ís sem er!

Hindberjakókoskaka

Hindberjadraumur með kókostopp.