Einföld Oero kaka.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Bræðið smjörið og leggið til hliðar
Myljið Oreo kökurnar í blandara/matvinnsluvél og hellið smjörinu svo yfir og blandið vel saman með sleif. Það er allt í lagi að hafa aðeins fleiri kexkökur ef þið viljið þykkari botn en þá líka bæta örlítið við af smjöri.
Frystið í um 10 mínútur.
Setjið smjör og púðursykur í pott. Hrærið stanslalust í og hitið við meðalhita þar til fer að bubbla. Bætið þá rjómanum varlega saman við og leyfið að bubbla við miðlungsháan hita í um 5 mínútur þar til karamellan þykknar.
Látið karamelluna standa í pottinum í um 15 mínútur á meðan hún kólnar og hellið því næst yfir kaldan Oreo botninn.
Setjið í frysti í um 30 mínútur og útbúið súkkulaðihjúpinn á meðan.
Saxið súkkulaðið smátt/notið súkkulaðidropa
Hitið rjómann að suðu (varist þó að láta hann sjóða)
Hellið heitum rjómanum yfir saxað súkkulaðið og látið standa í um 5 mínútur.
Hrærið því næst upp í blöndunni þar til áferðin er orðin slétt og falleg.
Hellið yfir karamelluna og setjið í frystinn að nýju í um 30 mínútur.
Stráið að lokum grófu salti yfir tilbúna kökuna og berið fram með rjóma, ís, jarðaberjum eða því sem ykkur langar.
Hráefni
Leiðbeiningar
Bræðið smjörið og leggið til hliðar
Myljið Oreo kökurnar í blandara/matvinnsluvél og hellið smjörinu svo yfir og blandið vel saman með sleif. Það er allt í lagi að hafa aðeins fleiri kexkökur ef þið viljið þykkari botn en þá líka bæta örlítið við af smjöri.
Frystið í um 10 mínútur.
Setjið smjör og púðursykur í pott. Hrærið stanslalust í og hitið við meðalhita þar til fer að bubbla. Bætið þá rjómanum varlega saman við og leyfið að bubbla við miðlungsháan hita í um 5 mínútur þar til karamellan þykknar.
Látið karamelluna standa í pottinum í um 15 mínútur á meðan hún kólnar og hellið því næst yfir kaldan Oreo botninn.
Setjið í frysti í um 30 mínútur og útbúið súkkulaðihjúpinn á meðan.
Saxið súkkulaðið smátt/notið súkkulaðidropa
Hitið rjómann að suðu (varist þó að láta hann sjóða)
Hellið heitum rjómanum yfir saxað súkkulaðið og látið standa í um 5 mínútur.
Hrærið því næst upp í blöndunni þar til áferðin er orðin slétt og falleg.
Hellið yfir karamelluna og setjið í frystinn að nýju í um 30 mínútur.
Stráið að lokum grófu salti yfir tilbúna kökuna og berið fram með rjóma, ís, jarðaberjum eða því sem ykkur langar.